LIND fasteignasala og Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu bjarta og vel skipulagða 4ra herbergja íbúð á 3ju hæð í lyftuhúsi með merktu stæði í bílageymslu. Nýlegt dyrasímakerfi með myndavél og hleðslustöð í bílastæði sem fylgir. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla og iþróttaaðstöðu sem og einnig Kópavogsdalinn og önnur útivistarsvæði. LAUS TIL AFHENDINGAR mjög fljótlega.
Birt stærð eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS er 124,2 fm en þar af er geymsla á jarðhæð 2,6 fm. Einnig er geymsla innan íbúðar með glugga, innréttuð sem fataherbergi. Fyrirhugað fasteignamat næsta árs er 85.550.000 kr.
Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit - allar frekari upplýsingar í síma 663 2300 eða gegnum thorey@landmark.is.
Nánari lýsing:
Forstofa með fataskáp, flísar á gólfi.
Geymsla innan íbúðar með glugga, fataherbergi í dag, flísar á gólfi.
Þvottahús innan íbúðar með glugga, flísar á gólfi.
Stofa og borðstofa, parket á gólfi og útgengt á rúmgóðar vestursvalir
Hol eða opið miðrými við eldhús / sjónvarsphol eða borðstofa, parket á gólfi.
Eldhús með viðarinnréttingu, bakaraofn í vinnuhæð, tengi fyrir uppþvottavél og borðkrókur, parket á gólfi.
Hjónaherbergi með fataskápum, parket á gólfi.
Barnaherbergi I með fataskáp, parket á gólfi.
Barnaherbergi II með fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi, nýlega endurbætt með innréttingu, upphengdu salerni, sturtu og baðkari, flísalagt.
Eigninni fylgir
merkt stæði í bílageymslu, geymsla á jarðhæð og hlutdeild í sameign, sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Húsgjöld vegna eignarinnar eru nú ca 40.975 á mánuði en þá er allur almennur rekstur húsfélagsins innifalinn, allur hiti og rafmagn í sameign, þrif sameignar, húseigendatrygging og Þþónustukaup af Rekstrarumsjón ehf. vegna reksturs húsfélags.
Framkvæmdir utanhúss:- Múrviðgerðir á sléttum flötum og svalabrúnum 2020
- Málun á sléttum flötum og gluggum 2020
- Steining löguð 2021
- Þak yfirfarið og lagað 2022