Ævar Jóhanns - löggiltur fasteignasali og Domusnova kynna í einkasölu Torfufell 35.
Þriggja herbergja 78,1 fm íbúð á efstu hæð.
Nýleg klæðning að utan og nýtt þak.
Nýir gluggar (2022) í svefnherbergjum og eldhúsi.
Nýir ofnar, nýtt parket í svefnherbergjum og nýmálað.
Flott íbúð í snyrtilegri sameign.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit.Nánari upplýsingar veita:Ævar Örn Jóhannsson löggiltur fasteignasali / s.861 8827 / aevar@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Nánari lýsing eignar:Gengið er inn í rúmgott flísalagt
anddyri og hol með stórum fataskáp.
Eldhús er einnig flísalagt, með nýlegri eldhúsinnréttingu og stórum stálvask með nýlegum blöndunartækjum.
Hjónaherbergið er með nýju parketi og góðu skápaplássi.
Barnaherbergið er einnig með nýju parketi.
Svefnherbergin og eldhúsið eru öll með nýjum gluggum.
Hurðar innan íbúðar eru nýfilmaðar.
Baðherbergið er flísalagt á vantsálagsstöðum. Það er útbúið með baðkari og sturtuhaus, lítilli vaskinnréttingu og speglaskáp, ásamt salerni og ofni.
Stofan er rúmgóð og björt og rúmar vel sjónvarpsaðstöðu og borðstofu.
Úr stofu er útgengt á flísalagðar og yfirbyggðar
svalir.Eigninni fylgir sérmerkt bílastæði við inngang.
Um 6 fm
sérgeymsla er á jarðhæð ásamt sameiginlegri hjóla og vagnageymslu.
Þvottahús er einnig sameiginlegt og á jarðhæð, hver með sína vél og þurrkara.
Aðstaða er til upphengis í þvottahúsi.
5-10 mín ganga til allra skólastiga og íþróttaiðkunar.
Í göngufæri frá útivista perlunum Víðidal og Elliðaá.
Stutt í matvöruverslanir og aðra helstu þjónustu.
Tilvalin fyrstu kaup.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.