Fasteignaleitin
Skráð 16. júní 2025
Deila eign
Deila

Bringur 15

SumarhúsSuðurland/Selfoss-806
37.8 m2
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
26.900.000 kr.
Fermetraverð
711.640 kr./m2
Fasteignamat
20.200.000 kr.
Brunabótamat
18.550.000 kr.
Mynd af Jóna Björg Jónsdóttir
Jóna Björg Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1983
Garður
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2205360
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýjar
Raflagnir
Nýja
Frárennslislagnir
Nýjar
Gluggar / Gler
Þarfnast lagfæringar
Svalir
Þrennar svalir
Upphitun
Rafmagnskynding
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
ALLT FASTEIGNASALA kynnir í einkasölu:
Einstaklega notalegt, töluvert endurnýjað sumarhús, Bringur 15. Skráð stærð bústaðarins er 37.8 fm. Nýlegt 9 fm gesthús með rafmagni fylgir ásamt geymsluskúr um 4fm. Skráð stærð á landinu er 5002 fm, um er að ræða EIGNALÓÐ. Virkilega vel gróið land með háum trjám, fallegu kjarri og bæði kræki- og bláberjalingi. Þak er nýmálað. Spennandi staðsetning hvað varðar íveru og útleigu, margt í grenndinni: 10 mín frá Flúðum, 10 mín frá Reykholti, 2 mín frá fossinum og djaldsvæðinu Faxa, 2 mín frá Drumboddstöðum River rafting. Einholt hestaleiga er rétt hjá og frá bústaðnum er horft yfir Torfhús sem eru vinsæl útleiguhús. Landið var áður hluti af Drumboddsstöðum og er í Bláskógarbyggð. Best er að slá inn Torfhús Retreat á google maps til að sjá staðsetningu.

**Hægt er að skoða eignina um helgina, eigendur verða á staðnum (Berglind - S:862-6991).

Bústaðurinn er bjartur og fallegur með tveimur svefnherbergjum og svefnlofti sem ekki er skráð inn í fm tölu. Salerni er nýlega endurnýjað. Stofa, eldhús og borðstofa eru í samliggjandi rými með fallegu útsýni. Stór pallur er umhverfis húsið og töluvert magn af auka pallaefni fylgir.
Há tré gera staðinn sérstaklega lygnan og prívat. Góður sólpallur er umhverfis bústaðinn geymsluskúr. Eignin hefur hentað ákaflega vel tíl íveru og til útleigu. 
Öryggishlið er inná svæði.  

## Eign sem vert er að skoða ##
í næsta nágrenni er Gullni hringurinn, Sólheimar, Minni-Borg, Kerið og fleiri spennandi staðir til að skoða.

Frekari upplýsingar og skoðun: 
Jóna Björg Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 692-5959, tölvupóstur
jona@allt.is

Það sem búið er að gera fyrir bústaðinn:
* EIGNALÓÐ
* Nýleg klæðning og einangrun í svefnherbergjum
* Nýlegt gólf og parket á svefnlofti
* Nýjar innstungur og nýjar raflagnir
* Nýjar vatnslagnir inn í bústað - Nýr hitakútur
* Nýlega málaður að innan og að mestu að utan
* Nýleg gólfefni
* Skipt um allt inni á baði að undanskildu WC
* Skipt um útidyrahurð
* Nýlegir digital keramik rafmagnsofnar
* Nýlegt gesthús með rafmagni og nýbúið að mála að utan
* Nýleg myrkvunartjöld í öllum gluggum
* Nýr air fryer - rafmagnshella
* Búið er að gera nýtt deiliskipulag og greiða fyrir það
* Er verið að leggja nýtt rotþró
* Innbú getur fylgt með


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati. 
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.500 kr af hverju skjali. 
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
19/02/202112.050.000 kr.9.500.000 kr.37.8 m2251.322 kr.
15/06/20188.690.000 kr.9.000.000 kr.37.8 m2238.095 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Ketilhúshagi 29
Skoða eignina Ketilhúshagi 29
Ketilhúshagi 29
851 Hella
44.4 m2
Sumarhús
11
604 þ.kr./m2
26.800.000 kr.
Skoða eignina Klapparhólsbraut 23
Klapparhólsbraut 23
805 Selfoss
33.6 m2
Sumarhús
211
801 þ.kr./m2
26.900.000 kr.
Skoða eignina Húsasund 4
Skoða eignina Húsasund 4
Húsasund 4
805 Selfoss
40.9 m2
Sumarhús
312
633 þ.kr./m2
25.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin