Ragna Valdís Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali, s.846-6581 og Hús fasteignasala, kynna í einkasölu eignina Reykjaflöt 3, 846 Flúðum. Um er að ræða 142,6fm einbýlishús sem stendur á 1312,0 m² eignarlóð við bæinn Reykjaflöt rétt hjá Flúðum ásamt 14,4 fm. geymslu byggð árið 2007 sem getur nýst sem gestahús. Samtals 157,0 fm. samkvæmt fasteignamati. Einnig er 10fm nýleg hitakompa sem er ekki skráð í heildar fermetrum.
Hér er tækifæri fyrir þá sem vilja komast í friðsælt umhverfi með stórbrotnu útsýni. Þetta er rúmgóð eign sem getur nýst bæði sem sumarhús eða sem heilsárshús.
Sjón er sögu ríkari.
Húsið er byggt árið 1976 úr timbri og er klætt að utan með liggjandi bjálkaklæðningu. Að innan telur eignin forstofu, stofu, eldhús, borðstofu, fjögur svefnherbergi, þvottahús og tvö baðherbergi. Nýtt Pergo harðparket frá Agli Árnasyni er á gólfum í alrými og svefnherbergjum, baðherbergi og forstofa er með flísum á gólfi. Hurðir innandyra hafa allar verið endurnýjaðar. Skipt var um járn á þaki árið 2021. Hljóðvistarplötur eru í borðstofu, eldhúsi og stofu.
Nánari lýsing:
Forstofa er með flísum á gólfi og góðum fataskáp. Inn af forstofu er svefnherbergi.
Forstofa #2: Er með flísum á gólfi og fataskáp, útgengt út á pall/verönd.
Eldhús er með fínni svartri eldhússinnrétting sem er nýlega filmuð. Borðstofa er í opnu alrými, björt og rúmgóð. Svefnherbergin eru fjögur og eru fataskápar í þeim öllum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Þar er baðkar og sturta og innrétting með handlaug.
Gestasnyrting er með flísum á gólfi, gólföstu salerni og vaskaskáp.
Í þvottahúsi er ný innrétting með pláss fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og vask.
Stofan er björt og rúmgóð.
Eignin hefur fengið talsverðar endurbætur seinustu ár.
Nánari upplýsingar veitir Ragna Valdís Sigurjónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 846-6581, tölvupóstur ragna@husfasteign.is.
,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.