Fasteignaleitin
Skráð 20. mars 2025
Deila eign
Deila

Skálatún 16

RaðhúsNorðurland/Akureyri-600
135.1 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
85.900.000 kr.
Fermetraverð
635.825 kr./m2
Fasteignamat
80.450.000 kr.
Brunabótamat
64.650.000 kr.
Mynd af Helgi Steinar Halldórsson
Helgi Steinar Halldórsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 2006
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2291201
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Talið í lagi, ekki skoðað.
Raflagnir
Talið í lagi, ekki skoðað.
Frárennslislagnir
Talið í lagi, ekki skoðað.
Gluggar / Gler
Talið í lagi.
Þak
Talið í lagi, ekki skoðað.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei
Lóð
24,99
Upphitun
Hitaveita - Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kasa fasteignir 461-2010.

Skálatún 16 - Vönduð og falleg 135,1 fm 3ja-4ra herbergja íbúð í raðhúsi með innbyggðum bílskúr á vinsælum stað í Naustahverfi. 
Falleg verönd til suðurs er við eignina og einnig lítill útipallur við norðurhlið. 

Eignin skiptist í forstofu, hol, hjónaherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu, barnaherbergi, herbergi með þakglugga sem má nýta sem barnaherbergi og bílskúr. Eldhús og stofa eru í opnu rými og þaðan er gengið út á veröndina.


Forstofa: Mjög rúmgóð með flísum á gólfi og þreföldum fataskáp.  
Hol: Flísar á gólfi.
Eldhús og stofa: Eldhús og stofa eru í opnu rými. Það er bjart og fallegt með stórum gluggum í suður og flísum á gólfi. Í eldhúsinu er vönduð eikarinnétting með bakaraofni í vinnuhæð og innbyggðum ísskáp og uppþvottavél.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta veggja, eikarinnrétting, nuddbaðkar, sturta og handklæðaofn. Innrétting utanum þvottavél og þurrkara er falin inni í skáp með rennihurðum.
Herbergi: Hjónaherbergið er rúmgott með góðum fataskáp og flísum á gólfi. Barnaherbergi er inn af stofunni, en þar eru flísar á gólfi og fataskápur. Einnig er lítið herbergi með þakglugga inn af holinu, sem hefur verið nýtt sem barnaherbergi. Þar eru flísar á gólfi og fataskápur. 
Bílskúr: Innangengt er í bílskúrinn úr forstofunni. Þar eru flísar á gólfi og lítil innrétting með vaski. Innkeyrsluhurð ásamt gönguhurð er í bílskúrnum.
Verönd: Steypt, afgirt verönd til suðurs með fallegum gróðri og kari sem nýta má sem heitan/kaldan pott. 

- Allar innréttingar og hurðir eru vandaðar úr spónlagðri eik 
- Öll tæki í eldhúsi: uppþvottavél, ísskápur, eldavél og ofn voru endurnýjuð fyrir tveimur árum
- Eigninni fylgja 2 bílastæði
- Öryggiskerfi frá Securitas er uppsett
- Vinsæl staðsetning nálægt leik- og grunnskóla

Nánari upplýsingar veita:
Sigurpáll á sigurpall@kasafasteignir.is eða í síma 696-1006.
Helgi Steinar á helgi@kasafasteignir.is eða í síma 666-0999.
Sibba á sibba@kasafasteignir.is eða í síma 864-0054.
Ester - nemi til löggildingar fasteignasala á ester@kasafasteignir.is eða í síma 661-3929. 

------------

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
09/07/201841.400.000 kr.53.100.000 kr.135.1 m2393.042 kr.
04/07/20062.350.000 kr.20.940.000 kr.135.1 m2154.996 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2006
34.3 m2
Fasteignanúmer
2291201
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
06
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
11.400.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Aðalstræti 16 eh.
Aðalstræti 16 eh.
600 Akureyri
173.4 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
715
513 þ.kr./m2
88.900.000 kr.
Skoða eignina Hjallalundur 10
Skoða eignina Hjallalundur 10
Hjallalundur 10
600 Akureyri
170 m2
Raðhús
513
529 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Austurbrú 14 - 108
Bílastæði
Austurbrú 14 - 108
600 Akureyri
169.4 m2
Fjölbýlishús
312
484 þ.kr./m2
82.000.000 kr.
Skoða eignina Hjallalundur 10
Skoða eignina Hjallalundur 10
Hjallalundur 10
600 Akureyri
170 m2
Raðhús
514
529 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin