Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 5 herb. hæð með sér inngangi að Stigahlíð 37 í Reykjavík. Töluverðar endurbætur hafa átt sér stað á íbúðarrými og bílskúr. Einnig er búið að fóðra skólplögn undir húsinu. Yfirbyggðar SV-svalir út frá borðstofu er skemmtileg viðbót við alrýmið. Hús og bílskúr er steinsteypt, teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Staðsetningin er frábær, enda örstutt að fara í leik-, grunn- og framhaldsskóla. Einnig verslanir, veitingastaði, ýmsa þjónustu, náttúruperluna í Öskjuhlíð og útivistarsvæði við Klambratún. Flottir hjóla- og göngustígar eru aftan við hús.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, borðstofu, stofu, eldhús, fjögur herbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 187,6 m2. Íbúðarrými ásamt geymslu er 156,4 m2 og bílskúr 31,2 m2.**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN ! Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:Forstofa er inn af steyptum tröppum. Útidyrahurð er nýpússuð. Bjartur og fallegur teppalagður stigagangur er upp í íbúð. Hátt til lofts og tvöfaldur viðarfataskápur uppi á stigapalli. Viðarrimlar setja skemmtilegan svip á forstofuna.
Eldhús er með hvítri "U" laga innréttingu. Milli efri og neðri skápa eru dökkar veggflísar. Svartur steinn á borði. Nýlegur háfur yfir helluborði. Stæði og tengi fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu. Pláss fyrir eldhúsborð og stóla undir öðrum eldhúsglugganum. Dökkar flísar á gólfi.
Hol milli svefnherbergisgangs og eldhúss getur nýst m.a. sem sjónvarpsrými. Viðarparket á gólfi.
Stofa og borðstofa er björt með gluggum á tvo vegu. Einnig er útgengi út á
yfirbyggðar svalir sem nýtist sem notaleg sólstofa á björtum dögum. Nýtt viðarparket er á stofurými og hvítir gólflistar. Viðarparketið er á flestum rýmum íbúðar og flæðir inn í herbergi án þröskulda.
Svalir/glerskáli er með nýju flotuðu gólfi og nýjum ofni. Skipt var um þéttiborða og gluggalista. Hægt er að opna tvo glugga.
Svefnherbergisgangur er breiður og geta rúmast þar stórir fataskápar. Viðarparket á gólfi flæðir inn í öll herbergi.
Herbergi I er inn af forstofu og vel rúmgott. Gluggi út í garð til norðurs. Parket á gólfi.
Herbergi II er hentugt barnaherbergi með glugga til austurs. Parket á gólfi.
Herbergi III er einnig hentugt barnaherbergi og er innar á ganginum. Parket á gólfi.
Herbergi IV er innst á svefnherbergisgangi og er stærst herbergjanna. Gluggi og svalahurð út á yfirbyggðar svalir til vesturs. Svartur speglaskápur með rennihurðum og parket á gólfi. Nýr ofn.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með hvítum og svörtum flísum. Hvít innrétting undir handlaug. Dökk borðplata og veggfestur speglaskápur með ljósi. Hvítur handklæðaofn, upphengt salerni og baðkar með sturtu.
Þvottahús er í kjallara og er í sameign með eiganda íbúðar neðstu hæðar. Þvottahúsið er rúmgott og með hvítri háglans innréttingu á einum vegg. Í innréttingu eru skápar og eru stæði fyrir þvottavélar í vinnuhæð. Íbúar á miðhæð eru með annað þvottahús. Sameign er einstaklega snyrtileg, en tröppur niður í sameign og öll gólf í sameign hafa verið flotuð og fyrir nokkrum árum var lagður slitsterkur dúkur.
Geymsla er sér í sameign í kjallara, merkt 00-04 og birt stærð er 11,4 m2. Gluggi innst í geymslu. Dúkur á gólfi.
Bílskúr er allur nýflotaður með gólfhita. Í dag er helmingur bílskúrs nýttur sem verkstæði og þar er nýlegt epoxý gólfefni. Inn af þeim hluta er sér hljóðeinangrandi rými sem nýtist í dag sem skrifstofu- og líkamsræktaraðstaða og fyrir hljóðupptökur. Það er með nýjum gluggum, sérstakri hljóðeinangrun í veggjum og lofti. Innfelldri loftlýsingu og viðarparketi á gólfi. Heitt og kalt vatn er inn í bílskúr. Innan lóðar, framan við bílskúr íbúðar, er pláss fyrir tvo bíla.
Endurbætur undanfarin ár að sögn eiganda:Hús sílanborið síðast árið 2020. Þakkantur og húsi og bílskúr málaður 2020. Gler var endurnýjað á allri hæðinni 2008 og sérstök hljóðeinangrandi K-gler sett í glugga til Austurs út að umferð. Nýverið hefur verið skipt um þéttiborða og gluggalista í yfirbyggðum svölum, en svalir voru yfirbyggðar upphaflega 1998. Nýbúið er að gera upp útidyrahurð og svalarhurðar.
Skólplagnir undir húsinu voru fóðraðar 2018 og voru þá gólf í kjallara flotuð og lagður slitsterkur dúkur.
Hurðar eru úr Parka og veru endurnýjaðar 2020. Viðarparket úr Parka er nýtt. Teppi í stigagangi upp í íbúð er einnig nýtt. Ofnar á forstofupalli, hjónaherbergi og svölum eru nýir.
Hver íbúð í húsinu er með sér hitamæli. Húsfélag er starfrækt í húsinu.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-