BYR fasteignasala kynnir í einkasölu ÁRTÚN 9, 700 Egilsstaðir. Þriggja herbergja endaraðhús á einni hæð í fjölskylduvænu hverfi. Góð staðsetning á vinsælum stað á Egilsstöðum, einstakt tækifæri til að eignast vel skipulagt fjölskylduhús, stutt í leiksvæði og útivistarsvæði.
Smellið hér fyrir staðsetningu.Endaíbúð í raðhúsi byggt úr timbri, árið 2007. Íbúðin er skráð 96.2 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Forstofa, hol, alsrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús/geymsla.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 483 5800 |Nánari lýsing: Forstofa, þrefaldur fataskápur, flísar á gólfi.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er frá borðstofu út á hellulagða verönd.
Eldhús, Brúnás innrétting, flísar á gólfi, helluborð, háfur, ofn í vinnuhæð, uppþvottavél (fylgir) og ísskápur getur fylgt skv.samkomulagi, borðkrókur.
Herbergi I hjónaherbergi, þrefaldur fataskápur, parket á gólfi.
Herbergi II, tvöfaldur fataskápur, parket á gólfi.
Hol er innan við forstofu, frá holi er innangengt í öll önnur rými eigarinnar.
Baðherbergi, uppgert 2024, flísalagt í hólf og gólf, vaskinnrétting, speglaskápur, upphengt salerni, sturta, handklæðaofn og gluggi.
Þvottahús/geymsla er inn af eldhúsi, vaskur, pláss fyrir tvær vélar, hillur, flísar á gólfi.
Gólfhiti er í allri eigninni, Danfoss stýringar á veggjum. Upptekið loft er í allri eigninni.
Ártún 1-9 samanstendur af fimm raðhúsaíbúðum. Húsið er timburhús á einni hæð, klætt að utan með með liggjandi báruálklæðningu og timburklæðningu.
Timbur/ál gluggar. Hellulagt er við inngang hússins. hellulagt bílaplan, hiti er í bílaplani, pláss fyrir tvær bifreiðar, steypt sorptunnuskýli.
Gróin garður, hellulögð verönd er austan megin við húsið, baklóð er afgirt með timburskjólvegg að mestu leyti. Geymsluskúr er í bakgarði.
Lóðin Ártún 1-9 er sameiginleg 2058 m² leigulóð í eigu Múlaþings.
Gert er ráð fyrir byggingarrétt fyrir 12 bílskúrum á lóðinni. Íbúð 05.0101 Ártún 9 á byggingarrétt að bílskúr 0105 í fyrirhuguðum matshluta.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 230-3542. Ártún 9.Stærð: Íbúð 96.2 m².
Brunabótamat: 50.900.000 kr.
Fasteignamat: 51.750.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 53.150.000 kr.
Byggingarár: 2007.
Byggingarefni: Timbur.