Fasteignaleitin
Skráð 14. ágúst 2024
Deila eign
Deila

Flatir 17

SumarhúsSuðurland/Selfoss-804
44.8 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
24.500.000 kr.
Fermetraverð
546.875 kr./m2
Fasteignamat
17.400.000 kr.
Brunabótamat
27.350.000 kr.
Mynd af Loftur Erlingsson
Loftur Erlingsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2017
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2345811
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
3 fasa
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Upprunalegir
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Pallur
Upphitun
Rafmagn / gólfhiti
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.8969565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu:
Flatir lóð 17, krúttlegt 44,8fm heilsárshús á steyptum sökklum og með steypta gólfplötu með gólfhita, nálægt Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Húsið er einangrað að utan og klætt með liggjandi viðarklæðningu, gluggar og hurðir eru úr tré og bárujárn á þaki. Góður pallur við suðurenda hússins og handhægir skjólveggir frá Seglagerðinni sem hægt er að tjalda fyrir veröndina.
Við útidyr er bíslag og svo forstofa inni með nettum skáp. Tvö svefnherbergi, tvíbreitt rúm í öðru en kojur í hinu. Baðherbergi með sturtuklefa, hillum, klósetti, vaski og nettri topphlaðinni þvottavél sem getur fylgt við sölu. Stofa og eldhús í sameiginlegu rými, annar sófinn í stofunni er svefnsófi og gengt er út á pall. Í eldhúsi er stílhrein innrétting og tæki frá IKEA, auk uppþvottavélar og ísskáps sem geta fylgt við sölu, sem og innbú að mestu leiti eftir nánara samkomulagi. Öll loft í húsinu eru upptekin og vandað vínylparket á öllum gólfumHúsið er kynt með gólfhita frá rafmagnshitatúbu en allt til staðar til að tengjast hitaveitu sveitarfélagsins skammt frá húsinu og er seljandi búinn að sækja um tenginu við hana. Þá er komið þriggja fasa rafmagn fyrir hleðslustöð rafbíla. 
Samkvæmt skipulagsskilmálum svæðisins má byggja tvö hús á hverri lóð og er nýtingarhlutfall 0,03 sem þýðir samtals um 200fm, þar af mætti aukahús vera allt að 40fm. 
Stutt er í Árnes hvar m.a. er sundlaug og N1 bensínstöð með nauðsynjabúð, grunnskóli sveitarfélagsins og félagsheimilið Árnes hvar veitingastaðurinn Brytinn er starfræktur á sumrin. Þá er stutt í Þjórsárdalinn með öllum hans náttúruperlum og hálendisbrúnin innan seilingar.
Lóðin er leigulóð - 6845,5fm að stærð, landeig./leigusali er Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Leigusamningurinn er til 25ára frá 2002 að telja, eftir það framlengist hann til 10 ára í senn ef hvorugur aðili segir honum upp.
Virkilega krúttlegt kot.

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565    loftur@husfasteign.is  

 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup)  lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
 
Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina F-Gata 9, RÉTT VIÐ LAUGARVATN
F-gata 9, RÉTT VIÐ LAUGARVATN
806 Selfoss
45.1 m2
Sumarhús
312
543 þ.kr./m2
24.500.000 kr.
Skoða eignina Snorrastaðir Bláskógabyggð
Snorrastaðir Bláskógabyggð
806 Selfoss
46.7 m2
Sumarhús
312
546 þ.kr./m2
25.500.000 kr.
Skoða eignina Kolgrafarhólsvegur 1
Kolgrafarhólsvegur 1
805 Selfoss
41.4 m2
Sumarhús
413
604 þ.kr./m2
25.000.000 kr.
Skoða eignina Hvítárbraut 36 Vaðnesi
Hvítárbraut 36 Vaðnesi
805 Selfoss
30.5 m2
Sumarhús
211
836 þ.kr./m2
25.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin