Fasteignaleitin
Skráð 9. mars 2025
Deila eign
Deila

Spanareignir - Lomas De Cabo Roig

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
134 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
27.300.000 kr.
Fermetraverð
203.731 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Lyfta
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2008206
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Svalir
Þaksvalir
Inngangur
Sameiginlegur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR NÝTT Í SÖLU:
*VEL STAÐSETTAR PENTHOUSE ÍBÚÐIR MEÐ ÞAKSVÖLUM OG SJÁVARÚTSÝNI Á FRÁBÆRU VERÐI*-*LYFTUHÚSNÆÐI OG STÆÐI Í BÍLAKJALLARA*-*SUNDLAUG OG GRÆN SVÆÐI*-*GÖNGUFÆRI VIÐ VERSLANIR OG VEITINGASTAÐI, 2KM Á STRÖND*-*EINNIG ÍBÚÐIR Á JARÐHÆÐ, 1, 2 OG 3 HÆÐ TIL SÖLU*

ERTU TILBÚIN(N) AÐ LIFA ÞÍNU BESTA LÍFI Í LEIK OG STARFI.
Vandaðar 2ja og 3ja herbergja íbúðir á frábærum stað í hinu vinsæla Lomas de Cabo Roig hverfi, örstutt frá góðum golfvöllum, ca. 50 mín akstur frá Alicante flugvelli. 2km fjarlægð frá strönd og 20-30 mín. göngufæri í La Zenia Boulevard, vinsælustu verslunarmiðstöðina á svæðinu. Örstutt göngufæri í verslanir og veitingastaði. Gróið og fallegt umhverfi. Einstakt tækifæri til að eignast íbúð á góðu verði í frábæru umhverfi. Frábær fjárfesting, til útleigu og til að eyða frídögunum, eða til að búa í allt árið.

Allar upplýsingar veitir Berta Hawkins í síma 0034 615 112 869 eða berta@spanareignir.is


Nánari lýsing:
Um er að ræða lyftuhús með 2ja og 3ja herb. rúmgóðum og vel hönnuðum íbúðum. Íbúðirnar eru með einu eða tveimur svefnherbergjum og einu eða tveimur baðherbergjum, anddyri, góðri stofu/alrými og fallegu eldhúsi. Hægt er að velja íbúðir á jarðhæð, með sér garði, miðhæðum með svölum eða á efstu hæð og þá með svölum og þaksvölum. Fallegar innréttingar. Góð sameign með sundlaug, fallegum opnum grænum svæðum og leikvelli fyrir börn. Gott sérafnotarými fyrir framan allar íbúðirnar.
MÖGULEIKI Á AÐ KAUPA  STÆÐI Í BÍLAKJALLARA. VERÐ FYRIR STÆÐI 8.000 EVRUR + KOSTN.

Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að eignast rúmgóða og vandaða íbúð á frábærum stað, stutt frá öllu því sem gerir dvölina á Spáni skemmtilega.
Góðir skólar í næsta nágrenni, bæði spænskir og alþjóðlegir einkaskólar. Góð heilsugæsla í næsta nágrenni.
Rólegur staður en stutt er á fallega hvíta sandströnd sem liggur að Miðjarðarhafinu og hefur hún fengið BLUE FLAG viðurkenninguna. Þar eru fallegar gönguleiðir og skemmtilegt “promenaði” er meðfram ströndinni sem býður upp á skemmtilegar gönguferðir.
Fjölbreytt úrval verslana og veitingastaða í nágrenninu, t.d. í Lomas de Cabo Roig Center og La Fuente.  Stutt í La Zenia Boulevard, vinsælu verslana, veitingastaða og afþreyingamiðstöðina. 
Alicante flugvöllur er í ca. 50 mín akstursleið. Miðborg Torrevieja er í ca. 15 mín. akstursleið og er þar úrval verslana og veitingastaða, bátahöfn og fleira.
Fjölbreytt úrval golfvalla er í næsta nágrenni, t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas, La Finca of fleiri. 

Verð miðað við gengi 1Evra=146ISK:
2ja herbergja íbúðir með einu svefnherb. og einu baðherb., verð frá 125.500 Evrur (18.300.000 ISK ) + 10% skattur og ca 3%kostn. við kaupin
3ja herbergja íbúðir með tveimur svefnherb. og tveimur baðherb. verð frá 153.500 Evrur (22.400.000ISK) + 10% skattur og ca. 3% kostn. við kaupin.

Rafmagnstæki innifalin í verði.
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar á næstu mánuðum og afhendast allar með sérafnotarétti fyrir framan íbúðirnar sem er ekki talinn með í fermetrafjölda eignar.

Jarðhæð með garði:
1 svefnh./1 baðh. = Verð frá 130.500 evrum
2 svefnh./1 baðh. = Verð frá 180.500 evrum
Stærðir íbúða 52-71fm, sérgarður 39-117fm.

Fyrsta hæð með svölum
1 svefnh./1 baðh. = Verð frá 125.500 evrum
2 svefnh./1 baðh. = Verð frá 153.500 evrum
Stærðir íbúða 52-71fm, svalir 9-47fm.

Önnur hæð með svölum
1 svefnh./1 baðh. = Verð frá 129.500 evrum
2 svefnh./1 baðh. = Verð frá 159.500 evrum
Stærðir íbúða 52-71fm, svalir 9-47fm.

Þriðja og efsta hæð með þaksvölum og sjávarútsýni
1 svefnh./1 baðh. = Verð frá 139.500 evrum
2 svefnh./1 baðh. = Verð frá 187.500 evrum
Stærðir íbúða 52-71fm, svalir 9-47fm og þaksvalir 42-57fm.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með hagstæðum vöxtum.

Kostnaður við kaupin: 10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: ný eign, sameiginlegur sundlaugargarður, þakverönd, sér garður, stæði í bílakjallara,
Svæði: Costa Blanca, Lomas de Cabo Roig,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Lomas De Cabo Roig
SPÁNAREIGNIR - Lomas De Cabo Roig
Spánn - Costa Blanca
136 m2
Fjölbýlishús
312
193 þ.kr./m2
26.300.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf*
SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf*
Spánn - Costa Blanca
110 m2
Hæð
322
250 þ.kr./m2
27.500.000 kr.
Skoða eignina Hvanneyrarbraut 36
Bílskúr
Hvanneyrarbraut 36
580 Siglufjörður
97.8 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
212
285 þ.kr./m2
27.900.000 kr.
Skoða eignina Nesgata 32
Skoða eignina Nesgata 32
Nesgata 32
740 Neskaupstaður
114.8 m2
Parhús
324
243 þ.kr./m2
27.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin