Valhöll fasteignasala kynnir glæsilega 3ja herbergja horníbúð á 4. hæð (efstu hæð) með aukinni lofthæð í stofu og stæði í bílageymslu við Naustavör 12 á Kársnesinu í Kópavogi. Íbúðin er skráð 108,2 fm stærð og þar af er geymslan í kjallara 9,8 fm.
Íbúðin er björg og vel skipulögð með fallegu eikarparketi á gólfum og flísum á votrýmum, eikarinnréttingum, hurðum og fataskápum. Húsið er álklætt að utan og viðhaldslétt. Sameign er mjög snyrtileg og aðkoma að húsinu falleg.
Fasteignamat ársins 2026 er áætlað 106.050.000 kr.- Efsta hæð
- Aukin lofthæð í stofu
- Suður svalir
- Stæði bílageymslu
- Mörg bílastæði á lóð
Nánari lýsing:Anddyri: með fataskáp og flísum á gólfi.
Hol: sjónvarpshol með parketi á gólfi.
Stofa / borðsofa: samliggjandi í opnu alrými með aukinni lofthæð og háum gluggum, parketi á gólfi og útgengi á suður svalir.
Eldhús: með vandaðri eikarinnréttingu með hvítum efri skápum, ofni í vinnuhæð, tengi fyrir uppþvottavél og parketi á gólfi.
Baðherbergi: með "walk in" sturtu, innréttingu undir vaski ásamt skáp, upphengdu salerni, handklæðaofni og flísum á gólfi og veggjum.
Svefnherbergi I: með fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi II: með fataskáp og parketi á gólfi.
Þvottahús: innan íbúðar með skápum, skolvaski og flísum á gólfi.
Geymsla: 9,8 fm sérgeymsla í kjallara.
Bílastæði: sérbílastæði í upphituðum bílakjallara ásamt mörgum stæðum úti á lóð.
Hjóla- og vagnageymsla: tvær hjólageymslur, önnur á inngangshæð og hin í kjallara.
Hússjóður:Í dag er hússjóður fyrir þessa íbúð 32.799 á mánuði.
Nánari upplýsingar veitir:Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögfræðingur í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.