Lögheimili eignamiðlun kynnir 4ra herbergja, neðri sérhæð í fallegu þríbýlishúsi. Eignin er samtals 103,5 fm. Laus fljótlega. Sér inngangur. Innangengt er frá íbúð í kjallara. Vestur svalir. Stór sameiginleg lóð. Bílskúrsréttur fylgir íbúðum á 1. og 2. hæð, en sækja þarf um leyfi frá byggingaryfirvöldum. Eitt bílastæði fylgir eigninni á lóð, skv. eignaskiptayfirlýsingu.
Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, þrjú herbergi, eldhús og baðherbergi, ásamt sér þvottaherbergi og sér geymslu í kjallara.
Endurnýjað skv. uppl. seljanda: Árið 2020 var húsið múrviðgert og málað að utan. Árið 2006 var endurnýjaður rafmagnsvír og tenglar í íbúð. Árið 2005 var frárennsli endurnýjað undir húsi og drenað.
Nánari upplýsingar veitir: Eggert Ólafsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 1819, eggert@logheimili.is
Nánari lýsing: Forstofa er með fataskáp. Hol er með innangengt í aðrar vistarverur. Stofa er með útgengt á vestur svalir. Í björtu eldhúsi er eldri innrétting og pláss fyrir eldhúsborð. Í baðherbergi er innrétting, hornbaðkar með sturtustöng, handklæðaofn, opnanlegur gluggi og flísar í hólf og gólf. Þrjú herbergi. Gegnheilt parket er á gólfum í íbúð, nema á forstofu og baðherbergi þar sem eru flísar og á eldhúsi þar sem er plastparket. Sér geymsla með hillum og rúmgott sér þvottaherbergi, bæði með glugga, er í kjallara. Sameiginleg hjólageymsla er undir útitröppum.
Annað: Skv. fasteignayfirliti er íbúð 89,7 fm., þvottaherbergi 11,2 fm. og geymsla 2,6 fm., eða samtals 103,5 fm. Bygging bílskúrs er háð leyfi byggingaryfirvalda. Skipulagi hefur verið breytt frá grunnteikningu, en þar eru tvær stofur með opið á milli og einnig hefur baðherbergi verið stækkað á kostnað herbergis sem snýr í norð-vestur. Skv. teikningu dags. 11.07.2006 hefur verið teiknað bílaplan inn á lóð hússins, þannig að bílastæði séu fyrir hendi fyrir allar íbúðir og er það sagt breytt í samræmi við óskir íbúa.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lögheimili eignamiðlun því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4 til 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.