ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Grundargata 53, 350 Grundarfjörður, birt stærð 259.9 fm. Eignin skiptist í tvær hæðir. Efrihæð er 130,7 fm og á neðri hæð er bílskúr 38,8 fm ásamt auka íbúð sem er í útleigu.Nánari upplýsingar veitir: Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 698-6655, tölvupóstur pall@allt.is.
*** Efri hæð var mikið endurnýjuð árið 2023 / 2024
*** Gluggar á hæðinni austur, suður og vestur hlið endurnýjað 2019 og niðri suður og austur hlið.
*** Járn á þaki ásamt þakkanti og rennum endurnýjað 2009 - þak málað 2019
*** Bílskúrshurð endurnýjað 2008 og opnað inn í íbúðarrými.
Efrihæð skiptist í forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu, herbergjagangur, þvottahús, stigapallur niður, 3 - 4 svefnherbergi, og baðherbergi. Öll hæðin er endurnýjuð 2023/2024
Nánari lýsing eignar:
Forstofa með opnum skáp.
Eldhús: Nýlega endurnýjað með innréttingum frá IKEA, bakarofn ásamt combi ofni, helluborð og háfur. Búið að opna milli eldhús og borðstofu.
Stofa og borðstofa parketlögð. Hljóðveggur í stofu.
Herbergjagangur er parketlagður með nýlegum yfirfelldum hurðum.
Svefnherbergi eru fjögur alls en búið er að sameina tvö í eitt rúmgott herbergi. Parket á gólfum. Fataskápur í hjónaherberg og öðru barnaherberginu.
Þvottahús með nýlegri innréttingu, góð aðstaða fyrir þvottavél og þurkara ásamt skolvask. Útgengni út á sólpall baka til.
Baðherbergi er allt nýlega standsett, innrétting frá IKEA með skolvaskplötu, upphengt salerni, walk in sturtu og handklæðaofn. Veggir og gólf eru flísalögð.
Stigagangur er niður á neðri hæð, í stiga holi er hægt að ganga inn í bílskúr og svo inn í íbúð neðri hæðar.
Íbúð neðri hæðar skiptist í gang þar er inntak fyrir þvottavél, wc og sturta þar sem er einnig hitatúba.
Eldhús og stofa er eitt rými parket er á stofu hlutanum. Tvö herbergi þar eru nýjir gluggar og nýlegur fataskápur er í öðru herberginu. Dúkur á öllum öðrum gólfum.
Bílskúr er innangengur frá íbúðarrými beggja íbúða.
Lóð er frágengin og tyrfð. Bílastæði malbikað, verönd er framan við hús, og steyptar stéttar. Baka til er sólpallur með heitum pott og snúrustaurum.
Falleg og vel staðsett eign. Skipti skoðuð á minna sérbýli á Grundarfirði. ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.