Fasteignaleitin
Skráð 12. maí 2025
Deila eign
Deila

Hörgsholt 15

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
247.4 m2
6 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
180.000.000 kr.
Fermetraverð
727.567 kr./m2
Fasteignamat
127.500.000 kr.
Brunabótamat
119.450.000 kr.
Mynd af Ólafur Gísli Sveinbjörnsson
Ólafur Gísli Sveinbjörnsson
Löggiltur Fasteignasali
Byggt 1992
Þvottahús
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2076510
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta.
Raflagnir
Gott
Frárennslislagnir
Ekki þekkt.
Gluggar / Gler
gott
Þak
Gott.
Svalir
Stórar svalir og timburverönd
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Höfn fasteignasala kynnir, í einkasölu:

Hörgsholt 15.
Sérlega fallegt einbýli á tveim hæðum á einstökum útsýnisstað innst í götu, stutt í ósnortna náttúru. Einstaklega vel viðhaldið hús sem var mikið endurnýjað að innan fyrir nokkru. Allar breytingar hannaðar af Sæbjörgu Guðjónsdóttir (Sæju)  innanhúsarkitekt. Stór stofa og eldhús með gluggum á þrjá vegu. Hátt til lofts. Glæsilegt eldhús. Sólstofa og stórar svalir. Þrjú til fjögur svefnherbergi. Baðherbergi með frístandandi baðkari og stórum flísalögðum sturtuklefa. Sjónvarpsstofa og fataherbergi. Innbyggður bílskúr.
Einstaklega vel skipulagt og fallegt hús þar sem vandað hefur verið til verka í hverju smáatriði.

Nánari upplýsingar og bókanir í skoðun hjá Ólafi G. Sveinbjörnssyni, löggiltum fasteignasala, á Höfn fasteignasölu í síma 8228283 - olafur@fasthofn.is
ATH - Eingöngu bókaðar einkaskoðanir. 

Nánari lýsing fasteignar:
Aðkoman að húsinu er falleg. Innkeyrsla og bílastæði með stimplasteypu og hita. Sérlega fallegur gróður fyrir framan inngang og allur frágangur til fyrirmyndar. Bílskúrinn er stór, flísalagt gólf, upptekin loft og geymsluloft yfir hluta skúrsins. Rafmagnshleðsla, þriggja fasa, fyrir bíl er í skúrnum. Öll inntök og veitumælar eru í bílskúrnum. Innangengt er úr bílskúrnum inn í forstofuna.
Komið er inn í húsið á efri hæð frá götu. 
Forstofan er rúmgóð og inn af forstofu er gestasalerni með upphengdu wc og sérsmíðuðum vaski. Gólfhiti á baði. Fataherbergi er fyrir yfirhafnir og skó. Komið er inn í glæsilegt opið rými sem er stofa, sólstofa og eldhús. Upptekin loft með mikilli lofthæð. Stórir gluggar eru á þrjá vegu með óviðjafnanlegu útsýni. Eldhúsið var endurnýjað að öllu leiti árið 2018. Sérsmíðuð innrétting og öll eldhústæki af vandaðri gerð frá Siemens. Eyja með spanhellu, innbyggður ísskápur og frystir. Ofn og multiofn (ofn og örbylgjuofn), innbyggð uppþvottavél. Steinn á bekkjum í eldhúsi. Opið inn í stofu og borðstofu. Flísar eru á öllum gólfum hæðarinnar. Úr sólskála er útgengt út á stórar svalir sem snúa til suðurs og vesturs. Glæsilegt útsýni yfir Reykjanesið, til hafs og Snæfellsjökuls. 
Stór stigi er svo niður á neðri hæð hússins. Nýtt vandað teppi á stiga. 
Á neðri hæð er komið niður í opið rými þar sem í dag er stór sjónvarpsstofa. Var að hluta til áður svefnherbergi og auðvelt er að breyta því aftur og bæta við fjórða svefnherberginu. Útgengt út á timburverönd sem  snýr til suðvesturs. Barnaherbergin eru tvö, annað með fataskáp. Hjónaherbergið er rúmgott með stórum skápum. Baðherbergið var allt endurnýjað á mjög vandaðan máta árið 2018. Sérsmíðuð innrétting. Glæsilegt frístandandi baðkar og stór flísalagður sturtuklefi. Upphengt wc, handklæðaofn og hiti í gólfum. Hér var sérlega vandað til allra verka. Þvottahúsið er með innréttingu fyrir vélar í vinnuhæð og vaski. Inn af þvottahúsi er búið að breyta herbergi,sem áður var geymsla, í vel skipulagt fataherbergi. Úr þvottahúsi er útgengt út í garð. 
Allur frágangur í kringum húsið er hinn snyrtilegasti. Stigi frá bílastæði niður með austurhlið hússins, hellulagt er meðfram húsi. Lýsing sem er undir þaki allan hringinn var nýlega endurnýjuð. 
Allar breytingar sem gerðar voru árið 2018, val á tækjum, og endurbætur sem gerðar voru innandyra voru hannaðar af Sæbjörgu Guðjónsdóttir innanhúsarkitekt. 
Yfirlit yfir það helsta sem var gert í þessum framkvæmdum; Innréttingar í eldhúsi og á baði sérsmíðaðar. Steinn á borðplötum í eldhúsi og baðherbergjum frá Granítsmiðjunni. Blöndunar- og hreinlætistæki frá Tengi. Öll eldhústæki frá Siemens. Öll gólfefni hússins endurnýjuð. Nýjar neysluvatnslagnir og varmaskiptir. Raflagnir uppfærðar að hluta 2018 - Gira. Cat5 kerfi í öllum herbergjum. Gólfhiti í hluta hússins. Nýleg 3 fasa rafhleðslustöð frá BMW. Nýtt teppi á stiga. Ný útilýsing í þakkanti. 

Hörgsholt 15 er einstaklega vel viðhaldið hús og ber vott um að hafa fengið gott viðhald alla tíð. Mikið endurnýjað að innan árið 2018.

Allar Nánari upplýsingar og bókanir í skoðun hjá Ólafi G. Sveinbjörnssyni, löggiltum fasteignasala hjá Höfn fasteignasölu , í síma 8228283 eða olafur@fasthofn.is.

Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Höfn  fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hrauntunga 6
Bílskúr
Opið hús:14. maí kl 17:00-17:30
Skoða eignina Hrauntunga 6
Hrauntunga 6
220 Hafnarfjörður
302.7 m2
Einbýlishús
625
561 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
Skoða eignina Reykjavíkurvegur 16 b
Reykjavíkurvegur 16 b
220 Hafnarfjörður
276.2 m2
Einbýlishús
815
597 þ.kr./m2
164.900.000 kr.
Skoða eignina Heiðvangur 80
Bílskúr
Opið hús:15. maí kl 17:00-17:30
Skoða eignina Heiðvangur 80
Heiðvangur 80
220 Hafnarfjörður
290.2 m2
Einbýlishús
925
560 þ.kr./m2
162.500.000 kr.
Skoða eignina Vesturvangur 38
Bílskúr
Skoða eignina Vesturvangur 38
Vesturvangur 38
220 Hafnarfjörður
210.8 m2
Einbýlishús
615
782 þ.kr./m2
164.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin