RE/MAX / Brynjar Ingólfsson kynnir: afar fallega og bjarta 4ra herbergja 77,7 m2 íbúð á 2hæð á þessum vinsælum stað við Bergþórugötu 57, 101 Reykjavík. Hús eftir Einar Sveinsson. Úr íbúðinni má sjá margar af byggingarperlum Reykjavíkur eins og Sundhöll Reykjavíkur og Heilsugæslustöðina. Húsið snýr inní skemmtilegan sameiginlegan bakgarð. Aukin lofthæð.
3D - SKOÐAÐU EIGNIN Í ÞRÍVÍDD HÉRUm er að ræða steinsteypt hús, byggt árið 1932. Húsið er á þremur hæðum auk kjallara. Vandaðar innréttingar frá HTH eru í allri íbúðinni ásamt flottu tækjavali. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð og lagt í að halda upprunalegum stíl hússins.
Nánari lýsing:Komið er inn í
sameiginlegan gang. Þaðan er gengið inn um tvöfalda franska hurð inn í íbúðina sem er á 2. hæð.
Forstofa/hol er með gegnheilu eikarparketi, þaðan er gengið inn í öll rými íbúðarinnar.
Stofan er björt með gegnheilu eikarparketi og tengist saman við eldhús sem hægt er að loka af með rennihurð sem gengur inn í vegginn.
Eldhúsið er rúmgott og bjart með vandaðri eldhúsinnréttingu frá HTH og ljósri corestone borðplötu. Innbyggður ísskápur og frystir ásamt innbyggðri uppþvottavél. Öll tæki í eldhúsi eru frá AEG.
Baðherbergi: Á baðherbergi er innrétting frá HTH, corestone borðplata með corestone vaski. Vegghengt salerni og flísar frá Ebson í hólf og gólf. Blöndunaræki eru frá Grohe.
Svefnherbergin eru þrjú.Hjónaherbergi er einstaklega rúmgott með veglegu skápaplássi og eikarparketi á gólfi.
Barnaherbergi I er með 80cm fataskáp og eikarparketi á gólfi.
Barnaherbergi II er með 60cm fataskáp.
Geymsla á jarðhæð 2,8 fermetrar merkt 00-02.
Í sameign er þvottahús þar sem hver og einn er með sína vél og rúmgóð 13,6 fermetra sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin ár þar sem:
- Íbúðin var endurnýjuð á smekklegan máta
- Raflagnir og rafmagnstenglar endurnýjaðir að hluta
- Ný eldhúsinnrétting og tæki
- Baðherbergi allt endurnýjað
- Allir fataskápar endurnýjaðir
- Húsið málað
- Gert var við framhlið hússins ásamt því að öllum gluggum var skipt út á þeirri hlið.
- Stigagangur málaður
Væntanleg framkvæmd er teppalögn stigagangs.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:
Brynjar Ingólfsson MSc, löggiltur fasteignasali í síma 666 8 999 / brynjar@remax.is