Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu einstaklega fallegt og reisulegt 332,9 fermetra einbýli á þremur hæðum á frábærum stað innst í botnlanga við Hörpugötu í Litla Skerjafirði.
Stór viðarverönd á þremur pöllum með heitum potti, útieldhúsi og innfelldu trampolíni eru við húsið, sem var byggt 1948 og stendur á fallegri, afgirtri og gróinni 691,0 fermetra eignarlóð.
Tvö hellulögð bílastæði fylgja eigninni og eru með tengi fyrir rafbíl.
Á jarðhæð er tveggja herbergja aukaíbúð með góðum leigutekjum og auk þess rúmgott stúdíó með sérinngangi og baðherbergi.
Nánari upplýsingar og bókun á einkaskoðun er í s: 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Lýsing eignar:
Aðalhæð,
Forstofa, flísalögð með fatahengi og hita í gólfi.
Hol, parketlagt og með rúmgóðum fataskápum.
Stofa, parketlögð með fallegri gluggasetningu.
Herbergi l, parketlagt og opnast við stofu með tvöfaldri rennihurð og einnig út í hol.
Sjónvarpsstofa, parketlögð, rúmgóð og opin við hol. Var áður að hluta herbergi.
Borðstofa, parketlögð og opin við eldhús.
Eldhús, parketlagt með fallegri sérsmíðaðri viðarinnréttingu, viðarborðplötu, uppþvottavél og stórri gaseldavél í eyju með borðaðstöðu.
Sólstofa, flísalögð, hiti í gólfi, arinn og útgengi á verönd.
Gengið er upp á aðra hæð um teppalagðan stiga frá holi.
Hol, parketlagt með góðum fataskápum og fataherbergi.
Fataherbergi, parketlagt með viðarinnréttingum.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og hluti veggja, innrétting, skápur, baðkar, flísalagður sturtuklefi og gólfhiti.
Herbergi ll, parketlagt, rúmgott og með útgengi á rúmgóðar svalir með fallegu sjávarútsýni.
Herbergi lll, parketlagt, einstaklega rúmgott og með útgengi á svalir með fallegu sjávarútsýni. Var áður tvö herbergi
Þvottaherbergi, með glugga, viðargólf, innréttingar undir vélar, góður skápur og hillur.
Gengið er niður á jarðhæð um timburstiga frá holi.
Gangur, parketlagður með stórum fataskáp á heilum vegg.
Hitageymsla, með glugga, máluð gólf, sturta og vaskur.
Snyrting, málað gólf, wc og handlaug.
Geymsla, parketlögð og með hillum.
Stúdíóíbúð.
Innangengt frá jarðhæð og sérinngangur frá lóð. Er skráð bílskúr.
Alrými, parketlagt með gluggum í tvær áttir, skipt niður með lágreistum vegg og er með hita í gólfi.
Baðherbergi, steingólf, flísalagðir veggir, flísalögð sturta og upphengt wc.
Aukaíbúð.
Forstofa, rúmgóð og flísalögð.
Gangur, parketlagður.
Þvottahús, flísalagt með hillum og tengi fyrir þvottavél.
Stofa / borðstofa, parketlögð og björt.
Eldhús, korkflísar á gólfi, hvít innrétting með viðarborðplötu, tengi fyrir uppþvottavél og háfur.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir og flísalögð sturta.
Svefnherbergi, flísalagt og með fataskáp.
Húsið að utan lítur vel út og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Nýlega er búið að mála alla glugga að undanskildum einum, búið er að endurnýja rafmagnstöflu, þak var yfirfarið og málað fyrir 10 árum og þakrennur endurnýjaðar. Ný dæla er í heitum potti.
Lóðin, sem er eignarlóð, er 691,0 fermetri að stærð og er virkilega einstök, afgirt og umlukin fallegum trjágróðri, trjábeðum og hellulögðum stéttum. Stór viðarverönd á lóðinni er á þrem pöllum og á henni eru m.a. heitur pottur og útieldhús. Trampólín er fellt niður í lóðina og stórt kalt geymslurými er undir verönd. Tvö hellulögð bílastæði eru á lóð og þar er tengi fyrir rafbíl.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum stað í botnlanga í Litla Skerjafirði á fjölskylduvænum stað þar sem stutt er í fallegar gönguleiðir við sjóinn, leikskóla, skóla, Háskóla Íslands og aðra þjónustu.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Er væntanlegum kaupendum þvi bent á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 3.800 fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.