VALBORG fasteignasala kynnir í einkasölu Dynskóga 5, Hveragerði.
Einbýlishús með tveimur til þremur svefnherbergjum og einu baðherbergjum á skjólgóðum stað stutt frá Hamrinum.
Eignin er samtals 208,1 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Þar af er íbúðin 147,2 m² og bílskúrinn 60,9 m².
Stærð lóðar er 805,0 m²
Eignin telur í dag forstofu, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.
Samkvæmt teikningu er gert ráð fyrir þremur svefnherbergjum en í dag eru þau tvö.
Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Lýsing eignar:
Forstofa: komið er inn í forstofu með flísum á gólfi, þar er fataskápur og fatahengi.
Stofa/borðstofa: rúmgóð stofa, parket á gólfi. Í dag er borðstofan nýtt sem svefnherbergi en frá því er útgengt niður í hellulagða sólstofu.
Eldhús: eldri innrétting með efri og neðri skápum. Eldavél, bakarofn og uppþvottavél.
Hjónaherbergi: parket á gólfi, gluggi til vesturs
Svefnherbergi I: parket á gólfi, gluggi til vesturs.
Svefnherbergi II: er óklárað en þar er nýr gluggi er snýr til austurs.
Sólskáli: er lokaður en óupphitaður, hellulagt gólf.
Baðherbergi: með eldri innréttingu, handlaug í innréttingu, upphengt wc, handklæðaofn og sturtuklefi.
Þvottahús: hillur, skolvaskur, pláss fyrir þvottavél og þurkara. Útgengt frá þvottahúsi að baklóð.
Bílskúr: er stór eða 60m².
Um er að ræða eign á skjólgóðum stað. Komið er að viðhaldi á eigninni. Rými sem gert er ráð fyrir að verði baðherbergi er óklárað og einnig svefnherbergi þar við hliðiná.
Gluggar eru komnir á tíma og skoða þarf þak og klæðningu, sem er úr asbest.
Skipt hefur verið um tvo glugga og einnig er ný svalahurð er opnast inn í sólskála.
Nýjar vatnslagnir eru í eigninni.
Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.