Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:
Virkilega fallegt, töluvert endurnýjað og prívat einbýlishús rétt við Flúðir, með fallegu útsýni.
Eignin getur verið afhent við kaupsamning.
* Heildarstærð 167 fm (birt stærð 157 fm)
* 4-5 svefnherbergi
* Baðherbergi með hornbaðkari og sturtu
* Gestasnyrting
* Sér þvottahús
* Geymsla/gestahús 14,4 fm
* Geymsla/hitakompa 10 fm
* Nýtt Pergo harðparket frá Agli Árnasyni á alrými og herbergjum
* Innihurðir allar endurnýjaðar
* Nýtt járn sett á þak 2021
* Eignarlóð, 1312 fm
Keyrt er Hrunaveg (344) eða Skeiða- og Hrunamannaveg (30) frá Flúðum og er húsið staðsett um 11 km norðaustur frá Flúðum.
Komið er inn í góða forstofu með fataskáp og flísum á gólfi. Forstofuherbergi er með parketi á gólfi og fataskáp. Baðherbergi er flísalagt á gólfi og veggjum, góð innrétting með vaski, salerni, hornbaðkar og stakstæð sturta. Þvottahús er með nýlegri innréttingu, tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og góður skolvaskur. Gestasnyrting með innréttingu og vask, salerni og flísum á gólfi. Þrjú önnur svefnherbergi með parketi á gólfi og fataskápum. Eldhúsið er með stílhreinni svartri innréttingu, pláss fyrir einfaldan ísskáp og tengi fyrir uppþvottavél. Góður og vel rúmur borðkrókur/borðstofa er í eldhúsinu, parket á gólfinu. Stofan stendur stakstæð, björt með parketi á gólfi. Settar hafa verið upp hljóðvistarplötur á veggi í stofu og eldhúsi sem gera mjög smekklegan stíl og yfirbragð. Bakinngangur er með flísum á gólfi og fataskápum. Við eignina var byggt 2007 gestahús sem nýtt er sem aukageymsla af núverandi eigendum. Einnig er óskráð hitakompa, um 10 fm að stærð.
Virkilega góð eign, bæði fyrir fjölskyldur en ekki síður þá sem eru að minnka við sig og vilja búa í sveitinni. Fjölbreytt þjónusta er í boð á Flúðum, leik- og grunnskóli, veitingastaðir ásamt áhugaverðri afþreyingu s.s. sundlaugin, Selsvöllur sem er 18 holu golfvöllur, Secret Lagoon og margt fleira. Vegna jarðhita er mikil matvælaræktun á svæðinu og svo er veðursæld á þessu svæði með því betra sem finnst á Íslandi.
Nánari upplýsingar fást hjá:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.