Húsabakki guesthouse - Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð - Til leigu
Fasteignamarkaðurinn ehf. s. 570-4500 kynnir til leigu Húsabakka guesthouse í Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð. Húsabakki stendur í fallegu umhverfi rétt við friðland Svarfdæla skammt sunnan Dalvíkur, umkringt tignarlegum fjöllum við Tröllaskaga. Einungis 5 mín. akstursfjarlægð er til Dalvíkur og 40 mín. akstursfjarlægð er til Akureyrar. Golfvöllur er í Svarfaðardal í um 5 mín. akstursfjarlægð.
Það er gott þráðlaust netsamband í byggingum. Þá er veitingaleyfi fyrir 320 manns, sem býður upp á stærri veislur. Á staðnum er 3 - 4ra herbergja íbúð fyrir staðarhaldara.
Um er að ræða tvær byggingar. Önnur byggingin er byggð árið 1953 og er skráð 675,8 fermetrar að stærð og hin byggingin er byggð árið 1966 og er skráð 556,4 fermetrar að stærð. Húsin hafa verið í ferðaþjónustu og eru herbergin 30 talsins og samkvæmt upplýsingum leigusala þá skiptast þau í 2 - 4ra manna herbergi. Herbergin eru með harðparket á gólfum, vönduðum nýjum rúmum (70 talsins). Útsýnis nýtur yfir Tröllaskaga. Baðherbergisaðstaðan er sameiginleg. Allur borðbúnaður og húsgögn fylgja. Á Húsabakka Guesthouse er einnig boðið upp á einföld herbergi í svefnsalsstíl með svefnpokaplássum og sér skápum. Möguleiki væri að auka við gistirými þannig að hægt væri að hýsa allt að 140 gesti í rúmum. Einnig er hægt að bjóða stærri hópum íþróttasal.
Til staðar er tölvukerfi, bókunarkerfi og sjóðsvél. Hér er um að ræða frábært tækifæri til þess að byggja upp spennandi ferðaþjónustu í glæsilegu umhverfi Tröllaskaga.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu sigridur@fastmark.is
Byggt 1953
675.8 m2
23 Herb.
30 Svefnh.
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2353978
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Húsabakki guesthouse - Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð - Til leigu
Fasteignamarkaðurinn ehf. s. 570-4500 kynnir til leigu Húsabakka guesthouse í Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð. Húsabakki stendur í fallegu umhverfi rétt við friðland Svarfdæla skammt sunnan Dalvíkur, umkringt tignarlegum fjöllum við Tröllaskaga. Einungis 5 mín. akstursfjarlægð er til Dalvíkur og 40 mín. akstursfjarlægð er til Akureyrar. Golfvöllur er í Svarfaðardal í um 5 mín. akstursfjarlægð.
Það er gott þráðlaust netsamband í byggingum. Þá er veitingaleyfi fyrir 320 manns, sem býður upp á stærri veislur. Á staðnum er 3 - 4ra herbergja íbúð fyrir staðarhaldara.
Um er að ræða tvær byggingar. Önnur byggingin er byggð árið 1953 og er skráð 675,8 fermetrar að stærð og hin byggingin er byggð árið 1966 og er skráð 556,4 fermetrar að stærð. Húsin hafa verið í ferðaþjónustu og eru herbergin 30 talsins og samkvæmt upplýsingum leigusala þá skiptast þau í 2 - 4ra manna herbergi. Herbergin eru með harðparket á gólfum, vönduðum nýjum rúmum (70 talsins). Útsýnis nýtur yfir Tröllaskaga. Baðherbergisaðstaðan er sameiginleg. Allur borðbúnaður og húsgögn fylgja. Á Húsabakka Guesthouse er einnig boðið upp á einföld herbergi í svefnsalsstíl með svefnpokaplássum og sér skápum. Möguleiki væri að auka við gistirými þannig að hægt væri að hýsa allt að 140 gesti í rúmum. Einnig er hægt að bjóða stærri hópum íþróttasal.
Til staðar er tölvukerfi, bókunarkerfi og sjóðsvél. Hér er um að ræða frábært tækifæri til þess að byggja upp spennandi ferðaþjónustu í glæsilegu umhverfi Tröllaskaga.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu sigridur@fastmark.is
Dagsetning
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
Nothæfur samningur
15/11/2016
29.310.000 kr.
61.000.000 kr.
1232.2 m2
49.504 kr.
Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.