Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir Miðleiti 4, 103 Reykjavík. Vel staðsett eign þar sem stutt er í alla þjónustu og afþreyingu, leikskóli, barnaskóli, framhaldsskóli, verslun og Kringlan í fárra mínútna göngufæri.
Um er að ræða 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi ásamt stæði í lokuðu bílskýli. Íbúðin er rúmgóð og björt með stórum gluggum í stofu og útgang á suðursvalir með opnanlega svalalokun.
Eignin er skráð alls 114,8 fm. Íbúðarrými er 89,4 fm. ásamt sérgeymslu í sameignarhluta og stæði í bílakjallara 25,4 fm. Byggingarár 1983. Í fjölbýlishúsinu Miðleiti 2-6 eru 18 íbúðir.
Gengið er inn um rúmgóða forstofu og komið inn á teppalagðan stigagang. Íbúðin er á 3. hæð til hægri. Þegar komið er inn í íbúðina blasir við bjart og rúmgott parketlagt alrými með fataskápum á vinstri hönd og opið eldhús á hægri hönd.
Athygli er vakin á því að seljendur hafa ekki búið í eigninni og þekkja því ekki ástand hennar að öðru leyti en fram kemur í söluyfirliti. Seljendur geta ekki veitt frekari upplýsingar um ástand hennar að öðru leyti en því sem hægt er að kynna sér við almenna skoðun og skv. söluyfirliti. Eignin selst í því ástandi sem hún er í og munu seljendur ekki gera neinar endurbætur eða sjá um frekari þrif á eigninni fyrir sölu. Væntanlegum kaupendum er því bent á að skoða eignina með það í huga. Seljendur mæla sérstaklega með því að eignin sé skoðuð með fagmönnum til að leggja mat á ástand lagna og annarra þátta sem ekki ekki blasa við við skoðun.
Til stendur að mála húsið að utan næsta sumar og hefur þegar verið greitt fyrir þá framkvæmd.
FyrirvararÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
25/05/2020 | 44.800.000 kr. | 44.000.000 kr. | 114.8 m2 | 383.275 kr. | Já |
19/09/2008 | 23.420.000 kr. | 25.900.000 kr. | 114.8 m2 | 225.609 kr. | Já |
14/03/2008 | 23.420.000 kr. | 22.000.000 kr. | 114.8 m2 | 191.637 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
103 | 84.1 | 81,9 | ||
101 | 88.2 | 84,9 | ||
113 | 102.1 | 79,7 | ||
110 | 109.4 | 85,9 | ||
112 | 95.5 | 84,4 |