Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 2ja herb. íbúð á 1. hæð í nýuppgerðu húsi að Laugavegi 145 í miðbæ Reykjavíkur. Húsið var tekið í gegn árið 2021 og uppfyllti þess vegna skilyrði um hlutdeildarlán. Göngufæri er í skóla á öllum stigum og alla helstu þjónustu og verslanir í miðbænum.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 48,1 m2.**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN ! Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:Forstofa er inn af snyrtilegri teppalagðri sameign. Innan íbúðar er komið inn á parketlagða forstofu. Parket flæðir einnig inn í herbergi og stofurými. Hvítur forstofuskápur fyrir yfirhafnir.
Herbergi er með hvítum tvöföldum fataskáp. Útgengi er út á grunnar svalir til austurs.
Baðherbergi er með ljósum gólfflísum með gólfhitalögn. Hvítar veggflísar í sturtu. Upphengt salerni, hvít innrétting undir handlaug og hár veggfestur skápur.
Eldhús er í opnu rými með stofu. Hvít innrétting á einum vegg. Stæði er fyrir uppþvottavél og ísskáp. Undir efri skápum er góð borðlýsing og fjórir rafmagnstenglar. Háfur yfir helluborði.
Stofa er björt með glugga á bogadregnu horni húss og annan glugga til suðurs.
Geymsla er sér í sameign í kjallara. Birt stærð 6,8 m2.
Þvottahús er í sameign í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign í kjallara, ásamt píluspjaldi og borðtennisborði til afþreyinga.
Ruslatunnuskýli eru úti á lóð bakatil.
Skúlagarður er bak við hús, en það er fallegt leik- og útivistarsvæði á vegum Reykjavíkurborgar.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-