Auður Magnúsdóttir Löggiltur fasteignasali og Lind fasteignasala kynna rúmgóða og bjarta fjögurra herbergja íbúð á 1.hæð í lyftuhúsnæði með sérmerktu stæði í bílgeymslu við Eskivelli 1, Hafnarfirði. Útgengi úr stofu á rúmgóða viðarverönd með skólveggjum og önnur viðarverönd með skjólveggjum með útgengi úr hjónaherbergi. Eignin er skráð skv. FMR 108,8 fm. Nýlega var baðherbergið endurnýjað, skipt var um allar innihurðar og nýtt harðparket sett á eignina.
Eignin skiptist í forstofu gang/hol, þvottahús, stofu,borðstofu, eldhús, baðherbergi, hjónaherbergi og tvö rúmgóð barnaherbergi, rúmgóð geymsla innan íbúðar. Önnur sér geymsla í sameign ásamt sérmerktu bílstæði í bílageymslu. Búið er að setja upp tvær hleðslustöðvar fyrir utan húsið.
Nánari lýsing:
Forstofa harðparket á gólfi, fataskápur.
Þvottahús innaf forstofu, flísar á gólfi. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús í opnu rými, gott skápa og vinnupláss. Eldhúsinnréttingin var stækkuð 2020, skipt var um borðplötu, ofn og helluborð.
Stofa/borðstofa rúmgóð og björt með harðparketi á gólfi, Útgengi á viðarverönd með skjólveggjum.
Hjónaherbergið harðparket á gólfi, gott skápapláss. Útgengt út á viðarverönd með skólveggjum.
Barnaherbergi I harðparket á gólfi, fataskápur.
Barnaherbergi II harðparket á gólfi.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, falleg innrétting, rúmgóð sturta og handklæðaofn.
Geymsla I er innan íbúðar með hillum á veggjum.
Geymsla II í sameign ásamt vagna- og hjólageymslu
Bílgeymsla sér merkt stæði í bílgeymslu.
Þetta er virkilega falleg eign sem vert er að skoða. Góð staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu s.s. grunn- og leikskóla, verslun, líkamsrækt, íþróttamiðstöð Hauka við Ásvelli, sundlaug, góðar göngu og hjólaleiðir o.fl.
Nánari upplýsingar veitir Auður Magnúsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8482666, tölvupóstur audur@fastlind.is.