Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir Harðarson löggiltir fasteignasalar ásamt RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Afar vel skipulögð og vönduð fjögurra herbergja 122,2 fm. íbúð á 2. hæð í nýlegu lyftufjölbýli (byggt 2021 ) að Hverfisgötu 92A, 101 Reykjavík.
- Sér verönd/afnotareitur í suður í af lokuðum bakgarði hússins.
- Sérmerkt stæði í bílageymslu
- Gólfhiti, innfeld lýsing og gólfsíðir gluggar með sérsaumuðum gluggatjöldum.
- Gólfefni er parket og flísar.
- Vandaðar innréttingar og tæki - kvartsteinn frá Silestone í borðplötum.
- Möguleiki á snjallíbúð m.a. mögulegt að tengja gólfhita við kerfið sem og lýsingu.
- Sérhönnuð loftræsting í íbúð tryggir betri hljóðvist og loftgæði og er góð vörn gegn raka og ryki.
Smelltu á linkinn til að skoða íbúðina í 3DNánari lýsing:í anddyrinu tekur á móti þér ljós gangur með aðgengi að svefnherbergjum á vinstri hönd og rúmgóðum fata- og geymsluskápum á hægri hönd. Öll herbergin þrjú eru rúmgóð með gólfsíðum gluggum, hvítir fataskápar eru í báðum barnaherberginum sem og afar rúmgóðir fataskápar eftir helium vegg í björtu hjónaherberginu. Baðherbergið er flísalagt með fallegum brúntóna stórum flísum hátt og lágt. Baðinnrétting er með handlaug, Silestone borðplötu og stórum skúffum og rúmgóðum speglaskáp þar fyrir ofan. Innrétting, tengi og aðstaða er fyrir þvottavél og þurrkara. Stór og góð walk-in sturta með glerþili og handklæðaofni. Vönduð blöndunartæki. Eldhús er opið inn í borðstofu og stofu er með rúmgóðri og vandaðri innréttingu með innbyggðum ísskáp og ofni. Eldavélin er innbyggð í stóra eldhúseyju með góðu skápaplássi með fallegum kvartstein og býður upp notalega samveru á meðan á matseld stendur. Af eldhúsinu tekur við bjart og gott rými með gólfsíðum gluggum sem skiptist í rúmgóða stofu og borðstofu með útgengi út á 7,2 fm. sérafnotareit sem snýr til suður í átt að inngarði.
Hundahald hefur verið heimilað í húsinu.
Í sameign hússins er vagna- og hjólageymsla en eigninni fylgir einnig sér bílastæði í bílakjallara hússins og 7,7 fm sér geymsla. Sérstaklega gott aðgengi er að íbúðinni sjálfri og öllum sameiginlegum rýmum með rafstýrðum hurðum og lyftu.
Mjög góðar almenningssamgöngur eru í nágrenninu og innan við 5 mínútna gangur í Sundhöll Reykjavíkur, Bónus, bestu bakarí borgarinnar og helstu sérverslanir. Glæsileg og aðgengileg eign í hjarta miðborgarinnar.
Nánari upplýsingar veita:Gunnar Sverrir, löggiltur fasteignasali, í síma
862-2001 / gunnar@remax.is
Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali, í síma
661-6056 / gulli@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Við bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-