Domusnova fasteignasala og Sverrir Sigurjónsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna:
Afar fallegt fjögurra herbergja steypt endaraðhús í nýlegu hverfi í Þorlákshöfn.
Um er að ræða steypt hús sem byggt var árið 2021. Samkvæmt HMS þá íbúðin skráð 104.6 m², (þar af er úti geymsla 4.6 m²).
Eignin skiptist í forstofu, stofu/eldhús í opnu rými, tvö herbergi, geymslu (sem nýtist auðveldlega sem þriðja herbergið), baðherbergi, þvottahús og útigeymslu.Forstofa með flísum á gólfi og rúmgóður fataskápur.
Þvottahús er innangengt úr forstofu og er mjög rúmgott með vinnuvask, góðu skápaplássi og glugga.
Eldhús myndar opið rými með borðstofu og stofu og er 39 fm, innbyggður ísskápur, helluborð, vifta, innbyggð uppþvottavél, bakaraofn í vinnuhæð, gluggi sem gefur góða birtu yfir vask.
Stofan er björt og rúmgóð, útgengt út í garð um stóra rennihurð sem gefur mikla birtu inn í alrýmið.
Svefnherbergin eru tvö samkvæmt teikningu en auðvelt að nýta þriðja rýmið sem barnaherbergi. Fataskápar eru í öllum herbergjum í dag.
Baðherbergi er með "walk in" sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni, fallegri innréttingu með nægu skápaplássi og spegil með ljósi.
Útigeymsla er undir þakskyggni og er 4,6 fm
Lóðin er stór með steyptri innkeyrslu með snjóbræðslu og malarplani þar við hliðiná ekki með snjóbræðslu, sorptunnuskýli. Góður sérafnotareitur er í kringum eignina.
Virkilega skemmtileg og falleg eign innst í botnlanga sem vert er að skoða.Nánari upplýsingar veitir:Sverrir Sigurjónsson, lögmaður og löggilturfasteignasali, S: 662-4422 og eða sverrir@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.