Fasteignaleitin
Skráð 18. júlí 2025
Deila eign
Deila

Fagraþing 10

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-203
250 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
219.300.000 kr.
Fermetraverð
877.200 kr./m2
Fasteignamat
155.300.000 kr.
Brunabótamat
115.900.000 kr.
Mynd af Lilja Ragnarsdóttir
Lilja Ragnarsdóttir
Fasteignasali
Byggt 2005
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
2281480
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað um vandamál
Raflagnir
Ekki vitað um vandamál
Frárennslislagnir
Ekki vitað um vandamál
Gluggar / Gler
Ekki vitað um vandamál
Þak
Ekki vitað um vandamál
Svalir
sólpallur og hellilögð verönd
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan TORG og Lilja Ragnarsdóttir lgf. kynna í einkasölu fallegt vel skipulagt parhús á tveimur hæðum við Fagraþing 10, Kópavogi. Möguleiki á auka íbúð. Mikið og fallegt útsýni er til fjalla, yfir Elliðavatn og Heiðmörk. Mikil lofthæð og innfeld lýsing í flestum rýmum. Fallegt plankaparket er á öllum gólfum utan forstofu, votrýma og geymslu. Möguleiki á 2 herbergja auka íbúð. Húsið stendur innst í rólegri lokaðri götu og er skráð hjá FMR 250 fm. þar af er bílskúr 44 fm, hann er nú nýttur sem íbúðarhluti og er í dag með stórum gólfsíðum glugga í stað bílskúrs hurðar. Húsið bíður upp á ýmsa möguleika ss. útleigu á sér rými á jarðhæð og er hægt að gera sér inngang í þann hluta eignarinnar með lítilli fyrirhöfn. Húsið stendur á 1450 fm lóð og að sögn eigenda er leyfi til byggingar á bílskúr á lóðinni. Þetta er einstaklega falleg eign á frábærum útsýnisstað í göngufæri við fallega náttúru, stutt í skóla, leikskóla og aðra almenna þjónustu..
Allar frekari uppl.um eignina veitir Lilja Ragnarsdóttir löggiltur fasteignasali í lilja@fstorg.is eða í síma 663-0464
linkur  youtubehttps://youtu.be/4WQR6bEziho

Frekari lýsing:
Komið er inn í stóra bjarta forstofu með ljósum flísum á gólfi. Forstofan tengir neðri og efri hæð með fallegum parketlögðum stiga með gler handriðum og stál handlista.
Neðri hæð er hægt að loka af frá forstofu  með hljóðeinangraðri hurð sem nær upp í loft. Þar er gengið inn í stórt alrými sem áður var bílskúr en hefur verið breytt í íbúðarhluta. Stór gólfsíður gluggi er til austurs. Frá alrými er gengið inn í rúmgott svefnherbergi um fataherbergi með góðum innréttingum, frá svefnherberginu er hægt að ganga út á skjólgóða verönd til suðurs.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, eikar skúffu innrétting með handlaug eikar skápur á vegg. Sturtuaðstaða er með innbyggðum blöndunartækjum og gler skilrúmi. Salerni er vegghengt.
Eldhús og þvottaaðstaða eru í sama rými. Innrétting með vaski, helluborði bakarofn í vinnuhæð, uppþvottavél og opnanlegur gluggi, gólf er flísalagt.
Þessi hluti eignarinnar nýtist sem útleigueining. Tvær geymslur eru nú á jarðhæðinni og er lítið  mál að breyta annarri í sér inngang fyrir neðrihæð.
Efri hæð:
Þegar komið er upp á efri hæðina tekur við opið og bjart alrými með mikilli loft hæð með innfeldri lýsingu og miklu útsýni. Loft er einhallandi og heldur sér þannig á allri  efri hæðinni.
Eldhús er opið við borðstofu og stofu, mjög rúmgott með dökkri viðar innréttingu og steinsteyptum borðplötum. Háir skápar sem ná upp í loft eru á einn vegg, bakarofn og gufu combi ofn eru í vinnuhæð, gert er ráð fyrir ísskáp í yfirstærð, vaskur með fallegum mosaik flísum ofanvið og á milli skápa, uppþvottavél er innbyggð. Stór eldunar eyja með gas helluborði og hangandi gufugleypi.
Gott skúffupláss er í eyjunni á báða vegu. Frá borðstofu / stofu er óhindrað útsýni yfir Elliðavatn og Heiðmörk og mikil fjalla sýn.
Gólf eru parketlögð og ''flæðir'' parketið  inn í öll svefnherbergi á hæðinni.
Frá stofu er gengið út á hellulagða verönd til suðurs og út á stóra lóðina, þar má njóta sólar frá morgni til kvölds frá vori til hausts. 
Svefnherbergi 1 er rúmgott með fataskápum og gólf parketlagt.
Svefnherbergi 2 er rúmgott með fataskáp, gólf parketlagt.
Svefnherbergi 3 er rúmgott með fataskáp og gólf parketlagt.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, eikar skúffu innrétting með handlaug og borðplötu úr dökkum steini og spegill á vegg. Sturtuaðstaða með glerskilrúmi og gler hurð, baðkar, og vegghengt salerni. Ofan við salerni er vegg skápur. Á baði er tengi fyrir þvottavél. Góður opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Þetta er falleg vel skipulögð eign sem bíður upp á möguleika á útleigu einingu, fallegt útsýni, ró og náttúrufegurð á vinsælum stað í efribyggðum Kópavogs.
Eign sem vert er að skoða. Allar frekari uppl.um eignina veitir Lilja Ragnarsdóttir löggiltur fasteignasali í lilja@fstorg.is eða í síma 663-0464


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2005
44 m2
Fasteignanúmer
2281480
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
16.500.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Fróðaþing 1
Bílskúr
Skoða eignina Fróðaþing 1
Fróðaþing 1
203 Kópavogur
281.7 m2
Einbýlishús
634
761 þ.kr./m2
214.500.000 kr.
Skoða eignina Fróðaþing 40
Bílskúr
Skoða eignina Fróðaþing 40
Fróðaþing 40
203 Kópavogur
285.7 m2
Einbýlishús
735
770 þ.kr./m2
220.000.000 kr.
Skoða eignina Digranesheiði 28
Digranesheiði 28
200 Kópavogur
229 m2
Einbýlishús
614
961 þ.kr./m2
220.000.000 kr.
Skoða eignina Huldubraut 15b
Skoða eignina Huldubraut 15b
Huldubraut 15b
200 Kópavogur
236.7 m2
Parhús
624
997 þ.kr./m2
236.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin