Valborg fasteignasala kynnir í sölu fallegt sumarhús í Hæðargarði í Skaftárhreppi.
Um er ræða 53,6 fm sumarhús samkvæmt skráningu þjóðskrá Íslands.
Húsið stendur á 3.600fm leigulóð við vatn og er landið gróið með trjám og gróðri.
Húsið var byggt árið 1989.Lýsing á eign: Forstofa: með parketi á gólfi, fatahengi og góðu skápaplássi.
Svefnherbergin eru
þrjú talsins.
Tvö svefnherbergi eru með tvíbreiðum rúmum og parket á gólfi.
Þriðja svefnherbergið er með koju og parket á gólfi.
Baðherbergi: með handlaug, salerni og sturtuklefa. Dúkur á gólfi.
Stofa og eldhús eru saman í opnu rými. Þar er parket á gólfi og útgengt á sólpall er snýr að vatninu.
Eldhús: er með hvítri innréttingu, efri og neðri skápar, bakarofn, eldavél og ísskápur
Geymsla: Af sólpalli er gengið inn í geymslu við inngang hússins en þar eru inntök hússins.
Í þessu húsi eru rafmagnsofnar og búið er að koma upp varmadælu fyrir neysluvatn.
Skipt hefur verið um þrjá glugga á eigninni nýlega og varmadælan er einnig nýleg.
Eignin hefur verið leigð út á Airbnb og hefur til þess öll tilskilin leyfi.
Eignin hefur verið vinsæl hjá ferðamönnum og hefur eignin og eigendur verið merkt sem "superhost".
Sjá Airbnb hér:Möguleiki er að fá hluta af innbúi með í kaupum á eigninn.
Lóðin er 3.600 fm leigulóð með góðri aðkomu og bílastæði. Sólpallur með girðingu.
Glæsilegt útsýni er frá húsinu yfir Hæðargarðsvatn.