Fasteignaleitin
Opið hús:05. des. kl 16:15-16:45
Skráð 4. des. 2024
Deila eign
Deila

Laugarnesvegur 106

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
81.9 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
69.900.000 kr.
Fermetraverð
853.480 kr./m2
Fasteignamat
60.200.000 kr.
Brunabótamat
36.550.000 kr.
Byggt 1956
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2015975
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar að hluta
Raflagnir
Endurnýjaðar að hluta
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
tvöfalt gler
Þak
Lítur vel út.
Svalir
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Hraunhamar kynnir glæsilega þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð í mikið endurnýjuðu fjölbýli við Laugarnesveg 106 í 105 Reykjavík. Eignin er skráð skv. FMR  81,9 fm að stærð, þar af íbúðarrými 72,7 fm og tvær geymslur kjallara, 2,1 fm og 7,1 fm hvor um sig. 

### Nýuppgert baðherbergi.
### Gott skipulag
### Frábær staðsetning.


Skipting eignarinnar: Forstofa, hol, stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi, tvö svefnherbergi, tvær geymslur og á jarðhæð er sameign,þ.e. er sameiginlegt þvottahús og hjóla-og vagnageymsla. 

Nánari lýsing: Komið inn í húsið um sameiginlegan inngang og gengið upp nýlega teppalagðan stiga.
Anddyri íbúðar er með parketi á gólfi og fatahengi.
Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi, bæði með korki á gólfum og fataskápum.
Frá hjónaherbergi er útgengi á skjólgóðar svalir eignar (4,4 fm) sem snúa til suðurs.
Eldhús er með nýlegum kork á gólfi, fallegri innréttingu, glugga til norðurs, tengi fyrir uppþvottavél sem og þvottavél og þurrkara. Í innréttingu er gas eldavél, bökunarofn og gufugleypir.
Opið er frá eldhúsi og inn í stofu sem er rúmgóð og björt með parketi á gólfi og stórum gluggum til suðurs.
Baðherbergi er allt nýlega endurnýjað, hiti í gólfi og  með fallegri innréttingu, upphengdu salerni  og baðkar og þar er sturtuðastaða.  
Á baðherbergi er jafnframt handklæðaofn og gluggi með opnanlegu fagi.
Í kjallara eru tvær sérgeymslur íbúðar, sameiginleg hjóla- og vagnageysmla og sameiginlegt þvottahús þaðan sem útgengt er í fallegan og skjólgóðan sameiginlegan garð. 

Gólfefnin eru  nýlega pússað parket,  nýlegur korkur og flísar.

Skv.söluyfirlit  frá 2022  kemur fram  frá þáverandi seljanda að raflagnir endurnýjaðar sem og rafmagnstafla í íbúð árið 2016, innstungum og rofum fjölgað og settir ljósdeyfar í öll rými utan baðherbergis.
Á árunum 2017-2018 var hitakerfi húseignarinnar endurnýjað, skipt um frárennslislagnir í sökkli og brunna í lóð, fallstammar myndaðir og dren yfirfarið.Þá var rafmagn í sameign endurnýjað yfir sama tímabil sem og rafmagnstafla og skipt um ljós, hreyfiskynjara og dyrasíma.
Árið 2019 var húsið múr- og steypuviðgert og málað, teppi í stigagangi endurnýjað sem og útidyrahurð að framan, sameign í kjallara máluð og ljós í stigahúsi endurnýjuð. Þá var þak endurnýjað sumarið 2021 (járn, pappi og timbur eftir þörfum) og til stendur að skipta út gluggum þar sem þörf þykir og hafa seljendur nú þegar greitt hluta íbúðar.

Falleg og vel skipulögð íbúð í vel viðhöldnu húsi og í vinsælu hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu. 

Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson, löggiltur fasteignasali, s. 698-2603, hlynur@hraunhamar.is 


 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
11/03/202243.750.000 kr.55.900.000 kr.81.9 m2682.539 kr.
15/09/201624.850.000 kr.31.900.000 kr.81.9 m2389.499 kr.
18/11/200817.250.000 kr.22.900.000 kr.81.9 m2279.609 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Hraunhamar ehf
http://www.hraunhamar.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Rauðalækur 40
Skoða eignina Rauðalækur 40
Rauðalækur 40
105 Reykjavík
86.1 m2
Fjölbýlishús
312
810 þ.kr./m2
69.700.000 kr.
Skoða eignina Stakkholt 2A
Bílastæði
Skoða eignina Stakkholt 2A
Stakkholt 2A
105 Reykjavík
80.8 m2
Fjölbýlishús
211
865 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Drápuhlíð 11
Skoða eignina Drápuhlíð 11
Drápuhlíð 11
105 Reykjavík
89.1 m2
Fjölbýlishús
312
818 þ.kr./m2
72.900.000 kr.
Skoða eignina Rauðalækur 71
Skoða eignina Rauðalækur 71
Rauðalækur 71
105 Reykjavík
76.3 m2
Fjölbýlishús
211
942 þ.kr./m2
71.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin