Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is - og Guðmundur Óli lögg. fasteignasali kynna til sölu - Sundstræti 39 Ísafirði - töluvert endurnýjað stórt einbýli á þremur hæðum og með stórum bílskúr. Húsið var endurbyggt og stækkað að fyrri eigendum. Á miðhæð er forstofa, stofa og borðstofa, eldhús og baðherbergi. Á efri hæð er góður stigapallur og fjögur svefnherbergi. Í kjallara er þvottahús og gott geymslu og vinnurými. Bílskúr er um 48 fm að stærð. Nýtt þak á húsinu frá 2022.
Nánari lýsing:
1. hæð
Aðalinngangur, forstofa með flísum á gólfi og hita í gólfi, laus fataskápur fylgir.
Rúmgóð stofa og borðstofa, parket á gólfi.
Baðherbergi, sturtuklefi, flisar á gólfi og veggjum, hiti í gólfi, upphengt salerni, hvít innrétting, handklæðaofn.
Eldhús, eikarinnrétting, gashelluborð, ofn og háfur korkflísar á gólfi.
Við eldhús er gengið niður í kjallara, tréstigi milli hæða.
2. hæð:
Stigi liggur úr stofu upp á aðra hæð, þar er góður stigapallur, rými sem hægt er að nota t.d. undir vinnuaðstöðu, harðparket á gólfi.
Í suðurenda, yfir bílskúr er stórt herbergi sem nú er nýtt sem sjónvarpsherbergi, þaðan er útgengt á stórar svalir sem eru eru dúklagðar og góð girðing/skjólveggur í kringum svalirnar.
Hjónaherbergi með fataskáp, plastparket á gólfi.
Annað rúmgott svefnherbergi einnig með parketi og fataskáp.
Minna barnaherbergi með parketi á gólfi.
Kjallari:
Kjallari er skráður 55,3 fm að stærð og skiptist í þrjú rými, opið geymslu og vinnurými, þvottahús og geymsla með hillum. Útgangur er úr kjallara út í bakgarð.
Bílskúr er um 45 m² að gólfflatarmáli, bílskúrshurð með fjarstýrðum opnara, steypt gólf, hillur, heitt vatn og kynding í bílskúr, góð lofthæð.
Seljandi lætur setja upp nýja útihurð fyrir afhendingu. Svalir dúklagðar og lagaðar 2020.