**Opið hús miðvikudaginn 15. október milli kl. 17:00 og 17:45**
Glæsilegt 200,4m² fimm herbergja raðhús á þremur pöllum á einstökum útsýnisstað í Reykjavík. Mikil lofthæð í stofu ásamt stórum gólfsíðum gluggum. Einstök eign innst í botnlanga við sjávarsíðuna í Grafarvogi. Húsalengjan stendur vestast í Staðahverfinu með óskertu útsýni til vesturs. Frá stofu er gengið út á verönd, af verönd í mólendi og þaðan á Korpúlfsstaðavöll og niður í fjöru.Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 200,4m² Fyrirhugað fasteignamat næsta árs er kr. 144.150.000
Smellið hér til að fá söluyfirlit sent straxNánari lýsing:Forstofa: Flísar á gólfi, fataskápar.
Herbergi I: Rúmgott, parket á gólfi og góðir fataskápar.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og á veggjum í kringum stórt flísalagt baðkar, innnbyggð sturtutæki, handklæðaofn, vegghengt salerni, innrétting með tveimur handlaugum og góðu skúffuplássi.
Stofa: Parket á gólfi, mikil loftæð með innfelldri lýsingu að hluta, ofnar í gólfi við glugga, gólfsíðir gluggar, gengið um rennihurð út á viðarpall til vesturs, glæsilegt sjávarútsýni yfir Leiruvoginn. Við stofuenda er stór arinn.
Eldhús: Gott skúffu og skápaplass, dökkar flísar á vegg milli efri og neðri skápa og aftan við gashelluborð, tvöfaldur ísskápur, uppþvottavél og bakarofn sem er í vinnuhæð.
Borðstofa: Við hliðina á eldhúsi er rúmgóð og björt borðstofa, innbyggðir skápar í vegg.
Herbergi II: Ágætt parketlagt herbergi, glæsilegt sjávarútsýni úr herbergisgluggum. Hurð sem liggur út á pall.
Herbergi III: Gengið er upp tröppur úr forstofu yfir brú sem liggur yfir hluta stofunnar. Þar er ágætt parketlagt herbergi, fataskápur, fallegt sjávarútsýni úr gluggum.
Kjallari: Gengið niður tröppur frá stofu. Í kjallara er rúmgóð geymsla, þvottahús, baðherbergi með sturtu og inntaksrými.
Nánari uppl.Brynjar Þór Sumarliðason löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma 896 1168 - brynjar@eignamidlun.is