Fasteignaleitin
Skráð 16. okt. 2025
Deila eign
Deila

Urðarbakki 6

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-109
158.4 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
125.000.000 kr.
Fermetraverð
789.141 kr./m2
Fasteignamat
83.900.000 kr.
Brunabótamat
78.050.000 kr.
Byggt 1970
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2046907
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Sjá upplýsingaskjal seljanda
Raflagnir
sjá upplýsingaskjal seljanda
Frárennslislagnir
Sjá upplýsingaskjal seljanda
Gluggar / Gler
Sjá upplýsingaskjal seljanda
Þak
Sjá upplýsingaskjal seljand
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
suður svalir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Háborg og Þórunn Pálsdóttir lgf kynna fallegt og mikið endurnýjað raðhús á góðum stað í neðra Breiðholti.  Björt og rúmgóð stofa og borðstofa með útsýni og útgengi út á stórar svalir til vesturs, fjögur svefnherbergi, þar af eitt sem nýtt er sem fjölskyldurými með útgengi út í garð, stílhreint eldhús með innbyggðum tækjum og góðum eldhúskrók, glæsilega hannað baðherbergi og gestasnyrting, anddyri og hol með fatahengi, sér þvottahús og 20 fm bílskúr með jafnstórri gryfju undir, sem er ekki inni í fermetratölu hússins. Gróinn sólríkur garður með berjarunnum, myndarlegum trjám og góðum palli. Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lgf s:773-6000 og thorunn@haborg.is
Raðhúsið hefur verið mikið endurnýjað á einstaklega smekklegan hátt án þess að missa sjónar á upprunalegum sjarma og góðri hönnun með meðvituðu efnisvali og útfærslum.  Öll gólf (nema þvottahús og bílskúr) hafa verið flotuð undir ný gólfefni og hitalagnir eru í gólfum miðpalls og baðherbergis. Loft á miðpalli og baðherbergi hafa verið endurnýjuð með innfelldri lýsingu. Nýjir ofnar, nýjar raflagnir og tenglar með dimmer, nýjar neysluvatnslagnir, nýr dúkur er á þaki og múrviðgerðir utanhúss eru yfirstaðnar. Gluggar endurnýjaðir að langmestu leyti. Votrými flísalögð en korkur á öðrum gólfum sem tónar einkar vel við panelklædd loft, veggi og innihurðir.


Gengið er inn á miðpall hússins frá fallegum forgarði þar sem morgunsólar nýtur. Tvö hellulögð bílastæði með hitalögnum eru fyrir framan bílskúr sem er með góðri lofthæð og gryfju undir honum öllum.  Komið er inn í anddyri með góðum fataskáp.  Á vinstri hönd er rúmgott bjart þvottahús með vinnuborði og vaski.  Inn af anddyri er bjart hol sem tengir efri og neðri hæðir í sérlega góðu flæði, en hálf hæð er niður í herbergjaálmu og hálf hæð upp í stofu.  Á miðpallinum er gott fatahengi og einstaklega huggulegt og bjart uppgert eldhús með góðum eldhúskrók og glugga til austurs.  Steinn er í borðplötu og skápapláss gott, meðal annars tveir búr- og tækjaskápar. Öll heimilistæki eru innbyggð.  Sérsmíðaðir bekkir  með góðum hirslum undir eru bæði í eldhúskrók og í holi.  Uppgerð gestasnyrting er einnig á miðpalli.
Gengið er upp hálfa hæð i bjarta og glæsilega stofu með stórum vesturgluggum eftir allri hliðinni.  Heillandi panell er á stofuloftum og veggjum við borðstofu.  Útgengt er á vestursvalir með fallegu útsýni og kvöldsól.  Eitt gott svefnherbergi er á efsta palli.
Gengið er hálfa hæð frá miðpalli niður á neðsta pall.  Þar er gott skápapláss og þrjú góð svefnherbergi en herbergjaskipan hefur verið breytt frá upprunalegri teikningu. Reyndarteikning og möguleiki á fleiri útfærslum sýndar á myndum.  Beint af augum er gengið út í garð í gegnum fjölskylduherbergi sem lokast með rennihurð. Góður nýlegur viðarpallur er í garði og rúmgóð grasflöt.  Baðherbergið er glæsilega endurnýjað  og hefur tekist einkar vel að skapa spa stemningu með fallegri hönnun og efnisvali. Baðherbergið er með gólfhita og er það flísalagt í hólf og gólf auk þess sem stór spegill og lakkaður korkur er á vegg. Flísalagður bekkur er við baðker með hirslum, innbyggður skápur er við vask og blöndunartæki eru frá Vola. Loft endurnýjað með innfelldri lýsingu og rauf fyrir sérsaumað sturtuhengi. 

Sérstaklega heillandi og mikið endurnýjað raðhús á þessum vinsæla og miðlæga stað í borginni, þar sem stutt er í fjölbreytta þjónustu í Mjóddinni, í leik- og grunnskóla,  frábær útivistarsvæði í Elliðaárdal og helstu samgönguæðar, þar á meðal góða hjólastíga.
Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lgf.  773-6000 og thorunn@haborg.is

Að neðan er hlekkur á viðtal við seljanda um húsið og fleira.
https://www.mbl.is/smartland/heimili/2024/10/27/god_byggingarlist_verndar_folk_fyrir_umhverfinu/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR0edREWrS4094AHEQ6ATvSEWuBsJTr3dWMkpWi329B4hrAhZd6SMB4pQDc_aem_kmTuOlvDrpvLHo768h0KHA



 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
08/08/201330.000.000 kr.30.000.000 kr.158.4 m2189.393 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignanúmer
2046907
Fasteignamat samtals
0 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
20 m2
Fasteignanúmer
2046907
Háborg fasteignasala ehf
https://www.haborg.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Ósabakki 9
Opið hús:20. okt. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Ósabakki 9
Ósabakki 9
109 Reykjavík
215.7 m2
Raðhús
64
602 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Kambasel 79
Skoða eignina Kambasel 79
Kambasel 79
109 Reykjavík
192.3 m2
Fjölbýlishús
725
624 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Skoða eignina Strýtusel 22
Opið hús:19. okt. kl 14:00-14:30
Skoða eignina Strýtusel 22
Strýtusel 22
109 Reykjavík
196.7 m2
Einbýlishús
613
686 þ.kr./m2
135.000.000 kr.
Skoða eignina Hagasel 14
Skoða eignina Hagasel 14
Hagasel 14
109 Reykjavík
176.4 m2
Raðhús
715
651 þ.kr./m2
114.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin