Fasteignaleitin
Opið hús:28. apríl kl 17:00-17:30
Skráð 25. apríl 2025
Deila eign
Deila

Þórsgata 17

HæðHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
130.3 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
104.900.000 kr.
Fermetraverð
805.065 kr./m2
Fasteignamat
91.350.000 kr.
Brunabótamat
56.500.000 kr.
Mynd af Páll Guðmundsson
Páll Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1928
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2006074
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Ekki vitað
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
ekki vitað
Þak
Ekki vitað
Svalir
1
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX kynnir: Þórsgötu 17, 101 Reykjavík, glæsilega sérhæð í Þingholtunum í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er einstaklega glæsileg, með aukinni lofthæð og stórum fallegum gluggum. Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 130,3 fm og þar af sér geymsla í sameign 12,2 fm. Einungis ein íbúð á hverri hæð í húsinu.

Allar nánari uppls gefur Páll Guðmundsson lögg,fasteignasali í síma 861-9300 pallb@remax.is og Úlfar Hrafn lögg,fasteignasali í síma 6238747 eða ulfar@remax.is


Nánari lýsing:
Komið er inn í fallega forstofu með dúk á gólfi. Wc með flísum á gólfi og að hluta til á veggjum. Þrjú herbergi með dúk á gólfum. Tvær samliggjandi stórar og bjartar stofur eru í íbúðinni með fallegum listum og rósettum í loftum. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, góð sturta og handklæðaofn sem og baðskápur. Stórar og nýlegar skjólsælar svalir til austurs eru ca 12 fermetrar að stærð. Rúmgott eldhús með góðu skápaplássi og með nýlegum tækjum, flísar á gólfi. Rúmgott og bjart hjónaherbergi með dúk á gólfi.
Í kjallara eru: Sameiginlegt þvottarými sem er rúmgott og snyrtilegt og með sér tenglum fyrir hverja íbúð. Sameiginleg hjóla- og ruslageymsla með útgengi í port. Sameiginlegur kyndiklefi sem er nýttur sem þurrkherbergi. Sér geymsla er 12,2 fermetrar.

Húsið lítur vel út að utan og stigahús sem er eingöngu notað af 3 íbúðum hússins er teppalagt og í góðu ástandi. Eignin hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina.
Falleg eign á afar eftirsóttum stað í Þingholtunum.

- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleiðingum viltu frítt söluverðmat ekki hika við að vera í sambandi sími 861-93300 Páll og eða pallb@remax.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vesturvin V2 íb 306
Bílastæði
Vesturvin V2 íb 306
101 Reykjavík
92.8 m2
Fjölbýlishús
312
1061 þ.kr./m2
98.500.000 kr.
Skoða eignina Vesturvin V1 íb 308
Bílastæði
Vesturvin V1 íb 308
101 Reykjavík
94.5 m2
Fjölbýlishús
312
1063 þ.kr./m2
100.500.000 kr.
Skoða eignina Vesturvin V2 íb 303
Bílastæði
Vesturvin V2 íb 303
101 Reykjavík
102.1 m2
Fjölbýlishús
312
1053 þ.kr./m2
107.500.000 kr.
Skoða eignina Hverfisgata 50
Skoða eignina Hverfisgata 50
Hverfisgata 50
101 Reykjavík
98.1 m2
Fjölbýlishús
412
967 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin