Domusnova Akranesi og Ragga Rún lögg.fasteignasali kynna: Háimelur 6 Hvalfjarðarsveit Hús í sveitasælunni, með æðislegu útsýni.
** BÓKIÐ EINKASKOÐUN **
Staðsett í þéttbýliskjarna, Melahverfinu, í Hvalfjarðarsveit með mikið útsýni og mikla nálgun við náttúruna.
Hvalfjarðarsveit ferðast um hvalfjarðarsveit og Þar sem lífið er ljúft
Leikskóli og stjórnsýsluskrifstofa Hvalfjarðarsveitar eru í hverfinu. Stutt á strætisvagnastöð.
Gott 127,7 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 48,2 fm bílskúr með góðri lofthæð. Húsið er byggt 2021.
Nánari lýsing:
Rúmgóð forstofa flísar á gólfi. Gengið inní stórt alrými.
Stór stofa, borðstofa, sjónvarpsrými og eldhús.
Eldhús flísalagt með góðu skápaplássi og fallegu útsýni útum eldhúsgluggann. Dyr út í garð.
Tvö rúmgóð svefnherbergi og er gert ráð fyrir forstofuherbergi, samanlagt 3 svefnherbergi.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, "walk in" sturta, góð innrétting og lagnir klárar til að setja upp baðkar.
Innangengt í bílskúr sem er 48,2 fm að stærð og með góðri lofthæð (fylgir loftahalla), Gert ráð fyrir neysluvatni, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Húsið er kynt með hitaveitu.
Háimelur er í Melahverfi, ört vaxandi byggðarkjarna í Hvalfjarðarsveit, Melahverfi er staðsett í ca. 10 mínútna akstursfjarlægð frá Akranesi og ca. 30 mín. akstursfjarlægð frá Mosfellsbæ.
Hvalfjarðarsveit veitir góðan afslátt af leikskólagjöldum. Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit er eitt stöndugasta sveitarfélag landsins. Boðið er m.a. uppá gjaldfrían leikskóla, sem er í hverfinu, í 5 klst. á dag, frá klukkan 9-14, fyrir börn frá eins árs aldri. Skólabíll ekur börnum í Heiðarskóla. Þá er 25% afsláttur af fæðiskostnaði í grunnskóla og leikskóla auk þess sem veittur er 70 þús. Kr. íþrótta- og tómstundastyrkur til barna, upp að 18 ára aldri.
Nánari upplýsingar veitir:
Ragnheiður Rún Gísladóttir löggiltur fasteignasali ragga@domusnova.is / sími 861-4644
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.