Fasteignaleitin
Skráð 28. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Reykjamörk 7

EinbýlishúsSuðurland/Hveragerði-810
175.4 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
94.900.000 kr.
Fermetraverð
541.049 kr./m2
Fasteignamat
77.100.000 kr.
Brunabótamat
86.630.000 kr.
IF
Irpa Fönn Hlynsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1967
Garður
Bílskúr
Fasteignanúmer
2210794
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Vatnslagnir
upprunalegt að hluta
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Yfirfarið/fóðraðar lagnir, 2016
Gluggar / Gler
Nýlegir, 2020
Þak
Yfirfarið, þarf að skoða
Svalir
Nei
Byggingarstig
B4 - Fullgerð bygging
Matsstig
U - Leyfi útrunnið

Kaupstaður fasteignasala kynnir í einkasölu Reykjamörk 7, 810 Hveragerði.

Fimm herbergja einbýlishús með stakstæðum bílskúr miðsvæðis í Hveragerði, Smellið hér fyrir staðsetningu.

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG TILBOÐSGERÐ Á SÖLUSÍÐU EIGNARINNAR.

Skipulag: Forstofa, gestasalerni, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, fjögur herbergi, baðherbergi, búr, geymsla og bílskúr.

Húsið og bílskúrinn eru steypt, byggð árið 1967, eignin skiptist í íbúð 145,4 m² og bílskúr 30 m² samtals 175,4 m² samkvæmt skráningu HMS.

Nánari lýsing:

Forstofa með fjórföldum fataskáp, þaðan er innangengt í herbergi, gestasalerni og alrými/gang.

Gestasalerni, upphengt salerni og handlaug, flísar á gólfi.

Herbergi I, tvöfaldur fataskápur.

Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Stofa er með síðum glugga á einni hlið. Útgengt er út í port/innri garð til suðurs frá alrými.

Eldhús, Ikea innrétting, spanhelluborð, innbyggð uppþvottavél, ísskápur og borðkrókur, búr er inn af eldhúsi, innrétting með ofni, ofn/örbylgjuofni og frystiskáp, rafmagnstafla er í búri.

Geymsla er inn af eldhúsi, gluggi.

Herbergi II, hjónaherbergi, innst á herbergjagangi, útgengt er út í port/innri garð frá gangi.

Herbergi III og IV, opið er á milli herbergja (möguleiki á að breyta til baka).

Baðherbergi, sturta, baðkar, upphengt salerni, handlaug, handklæðaofn og speglaskápur á vegg.

Gólfefni: flotað lakkað gólf er í forstofu, alrými, búri, gangi og herbergi I. Lakkað gólf er í öðrum herbergjum og geymslu. Flísar á baðherbergi og gestasalerni.

Bílskúr er stakstæður. Tenging er á milli bílskúrs og húss með bíslagi. Málað gólf, bílskúrinn er ekki einangraður að innan. Heitt og kalt vatn. Slöngutengi og heitavatnsgrind. Gönguhurð er við hlið bílskúrshurðar.

Malar bílaplan er framan við húsið, á planinu er pláss fyrir sex bifreiðar. Lóð er gróin/frágengin, stór tré eru í garði sem njóta hverfisverndar.

Lóð, 1191,7m² leigulóð í eigu Hveragerðisbæjar, lóðarleigusamningur til 50 ára frá 15. júlí 2019, skjal nr. 447-L-002080/2019.

Húsið og bílskúrinn eru steypt, plastgluggar og svalahurðar. Þak hússins er einhalla þak sem liggur að innri garði, klætt þakpappa.

Húsið/eignin hefur verið endurnýjuð að hluta undanfarin ár, meðal annars:

Frárennslislagnir hafa voru fóðraðar með epoxysokk árið 2016. þakpappi var endurnýjaður á húsi og bílskúr 2011. PVC viðhaldsfríir gluggar (með körmum) í öllu húsinu (2020) nema gestasalerni (sá gluggi er til og fylgir). Húsið og bílskúrinn var múrað og málað 2024.

Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kaupstaður fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Upplýsingar sem koma fram í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1,6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 79.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða er umsýslugjald 129.900 m.vsk.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu: www.kaupstadur.is | Borgartún 29, 105 Reykjavík | Kaupstaður

Opið alla virka daga milli kl. 10:00-15:00. Svarað er í síma milli kl. 09:00-16:00.

Nánari upplýsingar í síma 4540000 eða kaupstadur@kaupstadur.is

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
23/04/201939.350.000 kr.44.000.000 kr.175.4 m2250.855 kr.
17/10/201423.850.000 kr.27.021.000 kr.175.4 m2154.053 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1967
30 m2
Fasteignanúmer
2210794
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
B4 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
9.630.000 kr.
Matsstig
U - Leyfi útrunnið

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Brattahlíð 3 - 0101
Bílskúr
Brattahlíð 3 - 0101
810 Hveragerði
140.2 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
43
672 þ.kr./m2
94.200.000 kr.
Skoða eignina HEIÐARBRÚN 100
Skoða eignina HEIÐARBRÚN 100
Heiðarbrún 100
810 Hveragerði
188.4 m2
Raðhús
514
499 þ.kr./m2
94.000.000 kr.
Skoða eignina Lyngheiði 10
Bílskúr
Skoða eignina Lyngheiði 10
Lyngheiði 10
810 Hveragerði
188.8 m2
Einbýlishús
514
501 þ.kr./m2
94.500.000 kr.
Skoða eignina HEIÐMÖRK 3
Bílskúr
Skoða eignina HEIÐMÖRK 3
Heiðmörk 3
810 Hveragerði
173.3 m2
Einbýlishús
513
548 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin