Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is - til sölu - Árholt 11 Ísafirði - Fallegt og vel viðhaldið einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr. Í húsinu er forstofa, salerni, gangur/hol, eldhús, þvottahús, stofa og borðstofa, sjónvarpsstofa, fjögur herbergi og baðherbergi. Bílskúr er 54 fm að stærð, geymsla þar.
Fallegur garður, slátturóbót og vökvunarkerfi fylgir. Góð verönd með heitum potti og yfirbyggðu sólskýli.
Nánari lýsing:
Komið inn í forstofu með flísum á gólfi, fataskápur, hiti í gólfi.
Gangur/hol með flísum á gólfi og hita í gólfi, skenkur á vegg getur fylgt með.
Salerni með flísum á gólfi, hiti í gólfi.
Eldhús frá 2006, góð innrétting, helluborð, ofn og háfur, uppþvottavél fylgir, flísar á gólfi.
Þvottahús inn af eldhúsi, sér útgangur þar út í bakgarð með snúrum. Góð innrétting fyrir þvottavél og þurrkara og gott skápapláss.
Stór stofa og borðstofa með parketi á gólfi, innfelld smart lýsing frá S. Guðjohnsen í stofu og gangi/holi, hægt að stjórna með appi. Ath. að barinn í stofu fylgir ekki.
Sjónvarpsstofa með parketi á gólfi, opin inn að stofu, útgengt þaðan út á steypta verönd með skjólveggjum og yfirbyggðri sólstofu, heitur pottur fylgir.
Svefnálmugangur með parketi, hjónaherbergi með stórum fataskáp, parket á gólfi, skenkur og hillur geta fylgt.
Þrjú önnur svefnherbergi með parketi og skápum.
Baðherbergi uppgert 2017, flísar á gólfi og veggjum, góð "walk-in" sturta, innrétting, hiti í gólfi, sánaklefi sem er til staðar gæti fylgt ef um semst.
Tvöfaldur bílskúr er 54 fm að stærð, steypt gólf, tvær bílskúrshurðir úr timbri, rafmagn, hiti og heitt vatn, hillukerfi og afstúkuð geymsla. Inngönguhurðir að framan og aftanverðu út í garð.
Steypt bílastæði fyrir 2-3 bíla að framanverðu.