Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:Vel skipulögð 72,4 fm. Tveggja herbergja íbúð á 4. hæð, merkt 0406 við Maríugötu 40, 210 Garðabæ. Íbúðin er með eitt svefnherbergi, sér þvottahús, opið eldhús við borðstofu og stofu, glæsilegt útsýni út frá stofu sem snúa í norðaustur í átt að Heiðmörk. Með íbúðinni fylgir sér geymsla í sameign. Fallegt viðar parket frá Parka á gólfum að undanskildu baðherbergi og þvottaherbergi, þar eru flísar. Innbyggð uppþvottavél frá Siemens í eldhúsi og önnur eldhústæki frá Electrolux. Allar innréttingar eru frá GKS
Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið gj@remax.is eða á Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.isNánari lýsing: Forstofa er með parket á gólfi og fataskáp.
Stofa og borðstofa er í opnu og björtu alrými með parket á gólfi, stórum gluggum sem gefa flott og gott útsýni
Eldhús er með hvítri innréttingu, innbyggðum ísskáp, innbyggðri uppþvottavél, bökunarofn í vinnuhæð og helluborði. Gott skúffu- og skápapláss. Útgengi er út frá stofu með svalir sem snúa í norðaustur í átt að Heiðmörk.
Svefnherbergi er rúmgott með parket á gólfi, útsýni er til norðausturs, rúmgóður fataskápur.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og á hluta af veggjum, sturta með sturtugleri, upphengt salerni og handklæðaofn. Hvít innrétting með handlaug og skúffu þar undir, speglaskápur þar fyrir ofan.
Sér 7,2 fm geymsla staðsett í sameign hússins ásamt sameignilegri hjóla- og vagnageymslu.
Húsið er vel staðsett steinsnar við Urriðaholtsskóla, sem er grunn- og leikskóli hverfisins. Einn besti golfvöllur landsins (Oddur) er í göngufæri og sömuleiðis útivistarsvæðin í Heiðmörk, Vífilstaðarhrauni og við Urriðavatn.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir: Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma
858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma
899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.