Nýtt á skrá! Móaflöt 5 Garðabæ - Bókið skoðun.
Einbýlishús á einni hæð með stórum þreföldum bílskúr. Virkilega vel viðhaldin eign sem vert er að skoða.
Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir afar fallegt og vel skipulagt u.þ.b. 270 fermetra keðjuhús (raðhús) á einni hæð, þar af þrefaldur bílskúr við Móaflöt 5 í Garðabæ. Húsið er í dag skráð 179,7 fermetrar að stærð en þar af hafa ekki verið skráðar inn viðbyggingar á húsinu. Framangreindar viðbyggingar eru stækkun á stofu, stór hluti bílskúrs og hjónaherbergi. Umræddar viðbyggingar eru u.þ.b. 85-90 fermetrar að stærð fyrir utan u.þ.b. 20 fermetra geymslukjallara (sem væri óskráður ef til skráningar kæmi á öðrum viðbyggingum) sem liggur undir hjónaherbergi.
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. M.a. var eldhúsið endurnýjað fyrir u.þ.b. 25 árum síðan. Þá var þak endurnýjað (pappi og járn( fyrir u.þ.b. 15-20 árum síðan og skólpið fóðrað á svipuðum tíma (unnið af Proline). Gluggar og gler var endurnýjað jafnóðum og breytingar voru gerðar á húsinu. Ekkert gler er upprunlegt og hefur verið endurnýjað þegar þörf hefur verið á. Byggt var við stofu í kringum 1986 (skráð sem sólskáli) og byggt var við bílskúr og hjónaherbergi fyrir u.þ.b. 20 árum síðan. Flísar og gólfhiti í alrými (stofum og eldhúsi) var gert í kringum 2010 og rafmagn hefur verið endurnýjað að hluta.
Lóðin er 1143,0 fermetrar að stærð, afar falleg og vel hirt. Hellulögð stétt og bílastæði fyrir framan bílskúr með snjóbræðslu. Heimreiðin er afar stór og rúmar margar bifreiðar. Útgengi úr stofu á fallega stóra verönd með gróðri í beðum. Viðarverönd er yfirbyggð að hluta. Við yfirbyggingu er steyptur veggur á lóðarmörkum og væri möguleiki að loka því rými meira af með gleri. Ofnalagnir liggja út að yfirbyggða hlutanum og því auðvelt að tengja hita inn á rýmið. Lóðin er afgirt og tyrfð þar sem tekur við af verönd í garði. Viðarverönd (afgirt að hluta) og steypt stétt til austurs fyrir framan hús með útgengi frá eldhúsi þar sem morgunsólar nýtur.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi og fatahengi (hægt að setja upp skáp).
Gestasnyrting: Er staðsett við forstofu. Flísar á gólfi (gólfhiti), salerni, innrétting við vask og gluggi til suðausturs.
Svefnherbergi I: Er staðsett inn af forstofu. Plastparket á gólfi og gluggi til suðausturs. Möguleiki væri að færa hurð á herberginu og hafa inngengi frá svefngangi hjá öðrum svefnherbergjum.
Eldhús: Með flísum á gólfi (gólfhiti) og fallegri og vandaðri sérsmíðaðri eldhúsinnréttingu með granítsteini á borðum. Lýsing undir efri skápum og góður borðkrókur. Gluggar til suðausturs og útgengi á verönd til austurs þar sem morgunsólar nýtur. Stór stál kæliskápur, stál bakaraofn, uppþvottavél, helluborð og stál eyjuháfur.
Stofa I: Er stór með flísum á gólfi (gólfhita) og stórum gólfsíðum gluggum til suðurs og vesturs. Aukin lofthæð, Innfelld lýsing í lofti að hluta og útgengi um tvöfalda hurð á verönd til suðvesturs.
Stofa II: Er stór með flísum á gólfi (gólfhita) og góðum gluggum til vesturs. Innfelld lýsing í lofti að hluta. Útgengi á viðarverönd til suðvesturs sem er yfirbyggð að hluta.
Svefngangur: Með parketi á gólfi.
Svefnherbergi II: Er rúmgott með parketi á gólfi, skápum og gluggum til vesturs. Var áður tvö barnaherbergi og hægt að breyta því til baka.
Rými/hol við hjónaherbergi: Rými fyrir framan hjónaherbergi var hjónaherbergi hér áður fyrr, áður en byggt var við húsið. Möguleiki er að breyta því rými og bæta við fjórða svefnherberginu. Parket á gólfi og gluggi til vesturs. Þaðan er opið inn í rými sem gæti nýst sem fataherbergi og þaðan er hurð inn í þvottaherbergi og bílskúra.
Hjónaherbergi: Er mjög stórt. Frá fremra rými er gengið inn í u.þ.b. 20 fermetra hjónaherbergi með skápum á heilan vegg og gluggum til vesturs.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og veggjum. Baðkar með sturtutækjum og sturta. Góð innrétting við vask með skápum fyrir ofan til hliðar. Upphengt salerni, handklæðaofn og gluggi til austurs.
Þvottaherbergi/geymsla: Er stórt rými með glugga til norðurs. Málað gólf og gott skápapláss/innréttingar. Tenglar fyrir þvottavél/þurrkara, fyrstukistu o.fl. Vaskur og eldri eldavél er einnig staðsett í rými. Þaðan er gengið inn í bílskúra.
Bílskúr: Er mjög stór og með þremur innkeyrsluhurðum. Tvær minni bílskúrshurðirnar eru þær sem voru á húsinu fyrir stækkun og viðbyggingar. Stærri bílskúrshurð var sett upp þegar byggt var við húsið. Sá hluti er stærri og mun dýpri en eldri hlutinn. Opið er í dag á milli allra bílskúra. Gluggar til norðurs og suðurs í bílskúrum. Heitt/kalt vatn og upphitaðir. Aukin lofthæð er yfir viðbyggða bílskúrnum sunnan megin í húsinu. Eftir á að klæða loft og klára minni frágang.
Geymslukjallari: Er staðsettur innst í bílskúr sem um 20 fermetrar að stærð og ekki talið inn í fyrrgreindum fermetrum.
Nánari upplýsingar:
Heimir Hallgrímsson, lögg. fasteignasali / heimir@fastlind.is / 849-0672