Til sölu er Smárabraut 9 , Höfn í Hornafirði
Valhöll fasteignasala Síðumúla 27, Sími: 588-4477 og Snorri Snorrason. Lg.fs. Sími: 895-2115 eða snorri@valholl.is, kynna til sölu 133,8fm einbýlishús ásamt 33,6 fm bílskúr, samtals stærð 167,4 fm. Húsið er byggt úr timbri árið 1979 en bílskúr er steyptur.
Nánar um eignina:Anddyri flísar á gólfi og fataskápur.
Forstofu wc, flísar á gólfi hvít hreinlætistæki.
Herbergi I, Forstofuherbergi, parket á gólfi og fataskápur.
Hol. Parket á gólfi.
Stofa, borðstofa og sjónvarpsstofa, parketi á gólfi. Útgengt er úr stofu út á góða verönd og út á rúmgóða baklóð með trjágróðri. Sjónvarpsstofa er með upphækkuðu gólfi.
Eldhús, flísar á gólfi, viðar innrétting, eldavél og vifta. Tengi fyrir uppþvottavél. Flísar milli neðri og efri skápa..
Búr, innaf eldhúsi, dúkur á gólfi og hillur.
Gangur, parket á gólfi.
Herbergi II. Hjónaherbergi, parket á gólfi og fataskápur.
Herbergi III. Barnaherbergi, parket á gólfi, fataskápur.
Herbergi IIII. Barnaherbergi, parket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi, dúkur á gólfi, baðkar, sturtuklefi, ljós innrétting með vask í borði. Baðherbergið hefur verið stækkað miðað við teikningu hússins.
Þvottahús, epoxy gólf. Útgengi út á bifreiðastæði.
Bílskúr með rafmagni. Gönguhurð og rafdrifin bílskúrshurð
Gróður hús frá BK hönnun fylgir með.
Endurbætur og viðhald sem farið hefur verið í undanfarin ár:
2022 Þak íbúðarhúss og bílskúrs, skipt um járn, pappa og hluta af timbri.
2022 Nýjar hurðar og gluggar í bílskúr ásamt því að bílskúr var einangraður og klæddur að innan
2016 Þakkantar endurnýjaðir.
### Utandyra.
Góð verönd 20-25 fm með skjólveggjum snýr í vestur og suður,
Ræktuð lóð með trjágróðri er á baklóð við verönd við möl og á bilastæði.
Allar nánari upplýsingar veita:
Snorri Snorrason löggiltur fasteignasali í síma
895-2115 eða á netfanginu snorri@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.