BYR fasteignasala kynnir í einkasölu Ártröð 3 á Egilsstöðum. Fimm herbergja einbýlishús á einni hæð með ásamt stakstæðum bílskúr sem hefur verið innréttaður sem „íbúð". Staðsett í grónu hverfi á vinsælum stað á Egilsstöðum, stutt í alla almenna þjónustu sem og útivistarsvæði.
Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er timburhús, byggt árið 1978, 114.2 m² að stærð, ásamt bílskúr úr timbri byggður árið 2013, 54.0 m² að stærð, samtals 168.2 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, hol/gangur, eldhús, búr, stofa og borðstofa, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús/geymsla. Bílskúr.
EIGNIN SELST Í ÞVÍ ÁSTANDI SEM HÚN ER Í OG MUN SELJANDI EKKI GERA NEINAR ENDURBÆTUR Á HENNI FYRIR SÖLU.
ÞVÍ ER SKORAÐ Á VÆNTANLEGA KAUPENDUR AÐ KYNNA SÉR VEL ÁSTAND EIGNARINNAR FYRIR KAUPTILBOÐSGERÐ
OG LEITA SÉR SÉRFRÆÐIAÐSTOÐAR UM NÁNARI SKOÐUN UM ÁSTAND EIGNAR.Nánari lýsing: Anddyri, dúkur á gólfi (að hluta), tvöfaldur fataskápur, rafmagnstafla.
Hol/gangur er innan við anddyri, þaðan er opið inní stofu/borðstofu, dúkur á gólfi.
Stofa og borðstofa, plastparket á gólfi.
Eldhús, dúkur á gólfi, stálvaskur, uppþvottavél, innangengt er í búr úr eldhúsi.
Búr, dúkur á gólfi og hillur.
Herbergi I, hjónaherbergi, dúkur á gólfi, fataskápur yfir heilan vegg.
Herbergi II, dúkur á gólfi.
Herbergi III, dúkur á gólfi, tvöfaldur fataskápur.
Herbergi IV, dúkur á gólfi.
Baðherbergi, flísar á gólfi, vaskur, salerni og baðkar, gluggi, flísalagt er á veggjum við og á baðkari.
Þvottahús/geymsla, málað gólf, útgengt út í bakgarð á timburverönd, inntak vatns og hitaveitu.
Ticino rofar og tenglar.
Bilskúr er stakstæður, bílskúr hefur verið innréttaður sem „íbúð". Inngangur
frá timburverönd sem liggur að íbúðarhúsi
. Komið er inn í flísalagða
forstofu, þar er einnig inntaksrými vatns og hita, tvöfaldur fataskápur
.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, plastparket á gólfi. Brúnásinnrétting, uppþvottavél, helluborð og ofn, gert er ráð fyrir ísskáp við enda hennar.
Herbergi, plastparket á gólfi.
Baðherbergi, flísar á gólfi, vaskinnrétting,upphengt salerni, og sturta, handklæðaofn, gluggi, tengi fyrir þvottavél.
Ártröð 3 er timburhús á einni hæð klætt að utan með standandi timburklæðningu, járn á þaki, timburgluggar og hurðar.
Bílskúr er klæddur að utan með
standandi bárujárni, járn á þaki. Timbur stígur að inngangi hússins.
Möl er í bílaplani framan við bílskúr. Timburverönd er aftan við húsið til suðurs, lóð er gróin, þvottasnúra í garði.
Lóð er 750.0 m² leigulóð í eigu Múlaþings.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 217-5472. Ártröð 3.Stærð:01.0101 Íbúð 114.2 Brúttó m². 02.0201 Bílskúr 40.2 m². 02.0202 Geymsla 13.8 Brúttó m². Samtals 168.2 m².
Brunabótamat: 79.500.000 kr.
Fasteignamat: 66.550.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 68.250.000 kr.
Byggingarár: Íbúð 1978. Bílskúr 2013.
Byggingarefni: Timbur.