Fasteignasalan TORG kynnir Bjarta 98,5fm. 3herbergja neðri sér hæð við Borgarholtsbraut í vesturbæ Kópavogs.
Íbúðin hefur sér inngang og henni fylgir 50fm sólpallur til suðurs sem gengið er á út frá stofu. Sér þvottahús.
Góð aðkoma, bílastæði og bílskúrsréttur. Góð eign á vinsælum stað á Kársnesinu. Eign sem hefur fengið gott viðhald í gegnum árin.
Ástandsskýrsla var unnin af Frunherja í kjölfarið var skorstein fjarlægður, skipt var um þakpappa og bárujárn á þaki 2024, og frárennslislagnir voru myndaðar árið 2024.Allar frekari upplýsingar veitir Lilja Ragnarsd óttir Fasteignasali í, lilja@fstorg.is. eða í síma 6630464Nánari lýsing:Komið er inn í flísalagt anddyri, frá anddyri er komið í hol, frá holinu er gengið inn í önnur rými íbúðarinnar.
Holið er mjög rúmgott og gæti nýst td. sem sjónvarpshol eða vinnuaðstaða. Gólf er parketlagt.Eldhús er með borðkrók og var endurnýjað 2022, falleg svört innrétting er U-laga með góðu skúffu og skápa plássi, borðplötur eru ljósar plastlagðar,
spanhelluborð og bakarofn er undir helluborði. Tengi fyrir uppþvottavél. Neyslu vatns lagnir í eldhúsi voru endurnýjaðar á sama tíma og eldhús.
Stofan er rúmgóð og björt þar rúmast einnig borðstofa. Frá stofu er gengið út á 50fm, skjólgóðan pall til suðurs, pallurinn er sér afnotareytur íbúðarinnar.
Baðhergi gólf er flísalagt, innrétting er hvít með skúffum, vaskur og borðplata eru í einu lagi. Baðkar er með sturtuaðstöðu og veggir í baðaðstöðu eru flísalagðir. Handklæðaofn.
Árið 2024 var skipt um salerni og baðherbergi flísalagt ásamt þvi að frárennslislagnir voru endurnýjaðar frá baðherbergi.
Svefnherbergi 1 Rúmgott hjónaherbergi er með fataskápum, gólf er parketlagt.
Svefnherbergi 2 Rúmgott, gólf er parketlagt..
Þvottahús er með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, skápum, hillum og skúffum, opnanlegur gluggi. Gólf er dúklagt.
Innan ibúðar er lítil geymsla ca 4-5fm. Í garðinum er uþb.10fm geymsluskúr sem tilheyrir íbúðinni.
Allar frekari upplýsingar veitir Lilja Ragnarsdóttir Fasteignasali í, lilja@fstorg.is. eða í síma 6630464
Niðurlag: góð eign þar sem stutt er í alla almenna þjónustu ss. skóla, leikskóla, sund og líkamsrækt og góð útivistarsvæði.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.