Fasteignaleitin
Opið hús:12. mars kl 17:30-18:00
Skráð 11. mars 2025
Deila eign
Deila

Laugarnesvegur 80

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
72.2 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
64.900.000 kr.
Fermetraverð
898.892 kr./m2
Fasteignamat
56.550.000 kr.
Brunabótamat
32.700.000 kr.
Mynd af Salvör Þóra Davíðsdóttir
Salvör Þóra Davíðsdóttir
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Byggt 1959
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2016549
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Tísur - annað ekki vitað
Frárennslislagnir
Plaströr, annað ekki vitað
Gluggar / Gler
Sjá ástandsskýrslu júl.2022
Þak
Sjá ástandsskýrslu júl.2022
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Út frá stofu
Upphitun
Geislahitun
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Sjá yfirlýsingu húsfélags
Gallar
Eldri svalahurðar með einföldu gleri. Rafmagnstenglar eru að mestu tísur. Skoða þarf nokkur handföng á eldhúsi. Skápar á vegg fyrir ofan sófa geta fylgt með í kaupunum.Kryddskápur í eldhúsi getur fylgt með.
Kvöð / kvaðir
Yfirlýsing sjá þinglýst skjal nr. 441-A-009624/2021 - leyfi til að halda hundinn Koky.  Lóðarleigusamningur sjá þinglýst skjal nr. 411-A-005807/1999 - Á lóðinni er kvöð um umferð skv. viðfestum uppdrætti. Auk þess er á lóðinni almenn kvöð um hvers konar lagnir borgarsjóðs eða stofnana hans. Lóðarhafa er skylt að hlíta skilmálum borgarverkfræðings um mannvirki á lóðinni um frágang lóðar.
RE/MAX & SALVÖR ÞÓRA Lgf. & HAUKUR HAUKSSON Lgf. kynna:
Virkilega skemmtileg 2-3ja herbergja íbúð á 1. hæð í töluvert endurnýjuðu fjölbýli á þessum vinsæla stað í 105 Reykjavík. 
Stór garður er á bakvið húsið og stutt í alla þjónustu, útivistarsvæðið í Laugardalnum og frábærar göngu- og hlaupaleiðir á m.a. Laugarnestanganum. 

Endurbætur síðast liðinna ára:

Það var farið í múrviðgerðir, steiningu, skipt um nokkra glugga, svalir pússaðar upp og málaðar, skipt um þakplötur á 84 og 86, útihurðir pússaðar upp og olíubornar, tröppur á 78 og 80 lagfærðar, skipt um þakrennur, gluggar málaðir, skipt um þak á Paradís, sett upp flasning milli 80 og 84 til að koma í veg fyrir sprungumyndun á samskeytum húsana, skipt um timburklæðninguna á Paradís. Og svo ýmislegt sem kemur að allskonar frágangi. 


* Þakjárn endurnýjað ca. 2022/2023
* Gluggaskipti í eldhúsi, herbergi og baðherbergi á síðustu 2 árum og gluggi í stofu fyrir um 5 árum.
* Húsið múrviðgert, steinað og svalagólf og handrið löguð 2022/2023.
* Útidyrahurðar fyrir stigaganga og kjallara endurnýjaðar.
* Útitröppur og handrið lagað
* Teppi í stigagangi endurnýjað og stigagangur málaður 2022/2023
* Nýlegt harðparket í sérgeymslu.
* Geymslan er í dag notuð sem herbergi og er sameiginlegt baðherbergi á geymslugangi.

Allar nánari upplýsingar veita:
     Salvör Þóra, lgf, í 844-1421 eða salvor@remax.is
     Haukur Hauks, lgf í 699-2900 eða haukur@remax.is  


** SMELLIÐ HÉR til að bóka tíma í OPIÐ HÚS XXXdaginn XX.mars nk. kl.17:00-18:00 ** 
** SMELLIÐ HÉR til að fá söluyfirlitið sent samstundis **


Eignin er skráð 72,2 fm samkvæmt HMS og saman stendur af anddyri, svefnherbergi, baðherbergi, eldhúsi, borðstofu og stofu. Sérgeymsla  (merkt 02 0002 - skráð 12,8 fm) er í sameign í kjallara ásamt sér geymsluskáp, sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu og sameiginlegu þvottahús og þurrkherbergi. Á geymslugangi er sameiginlegt baðherbergi með salerni, vask, sturtuklefa, flísum á vegg að hluta og máluðu gólfi.

** SMELLTU HÉR og skoðaðu HÚSIÐ í 3-D, þrívíðu umhverfi.**

Nánari lýsing
Inngangur: Sameiginlegur inngangur í stigagang og farið er upp nokkrar tröppur upp á 1. hæð þar sem íbúðin er.
Anddyri/Gangur: Komið er inn i gott anddyri með góðu skápaplássi - annarsvegar opinn, hvítur IKEA skápur og hinsvegar opinn, innbyggður skápur. Þaðan er farið inn í önnur rými íbúðar.
Eldhús: Rúmgott og bjart með kósý borðkrók, eldri innréttingu með góðu skápa- og borðplássi, viðar borðplötum, hvítum flísum á milli skápa, tengi fyrir uppþvottavél, keramik eldavél og bakaraofn. Úr eldhúsi er farið út á góðar svalir.
Stofan og borðstofa:  Saman í björtu rými og þaðan er farið út á góðar svalir.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart með opnum, innbyggðum fataskáp.
Baðherbergi: Fallega endurgert með flísum á gólfi og vegg að mestu, hvítri innréttingu, upphengdu salerni, opnanlegum glugga og sturtuklefa.
Gólfefni íbúðar: Eldra parket, svartmálaður korkur og flísar.
Sérgeymsla (12,8 fm), notuð sem herbergi: Vel rúmgóð og björt með nýlegu harðparket á gólfi, glugga með opnanlegu fagi og er í dag notuð sem herbergi. Geymsla er í sameign í kjallara - merkt 0002.
Baðherbergi (í sameign): Á geymslugangi er sameiginlegt baðherbergi með salerni, vask, sturtuklefa, flísum á vegg að hluta og máluðu gólfi.
Þvottahús: Sameiginlegt í kjallara hússins.
Sameign: Er öll hin snyrtilegasta og er nýlega máluð og með nýlegu teppi.
Garður: Sameiginlegur garður og bílastæði
Nánasta umhverfi: Í göngufjarlægð er leikvöllur, leikskóli, skóli, sundlaug og ýmis þjónusta. Stutt að fara í Laugardalinn og Laugarnestanga.

Íbúðin er vel staðsett í þessu vinsæla hverfi í miðsvæðis í borginni og í göngufæri við skóla, leikskóla, verslanir, ýmsa þjónustu og útivistarsvæði í Laugardal. Fallegt og gróið umhverfi og stutt í alla þjónustu, fallegt útivistarsvæði í Laugardalnum og fallegar gönguleiðir á Laugarnestanga.

Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið.

Allar nánari upplýsingar veita:
     Salvör Davíðs, löggiltur fasteignasali í síma 844-1421 eða á netfangið salvor@remax.is
     Haukur Hauksson, löggiltur fasteignasali í síma 699-2900 eða á netfangið haukur@remax.is  
-----------------------------------------------------------------
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

-----------------------------------------------------------------
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
-----------------------------------------------------------------

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
_________________________________
Ertu í fasteignahugleiðingum?
Við höfum starfað við fasteignasölu samanlagt í yfir 20 ár. 
Við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá okkur færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga. Hafðu samband í dag!
Salvör Þóra, lgf í síma 844-1421 eða salvor@remax.is
Haukur Hauks, lgf í síma 699-2900 eða haukur@remax.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
09/05/202239.850.000 kr.50.500.000 kr.72.2 m2699.445 kr.
08/03/201725.150.000 kr.30.000.000 kr.72.2 m2415.512 kr.
19/03/201417.650.000 kr.19.100.000 kr.72.2 m2264.542 kr.Nei
05/11/200714.070.000 kr.17.200.000 kr.72.2 m2238.227 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Stigahlíð 32
Skoða eignina Stigahlíð 32
Stigahlíð 32
105 Reykjavík
81.3 m2
Fjölbýlishús
312
795 þ.kr./m2
64.600.000 kr.
Skoða eignina Heklureitur - íbúð 314
Heklureitur - íbúð 314
105 Reykjavík
61.3 m2
Fjölbýlishús
211
1108 þ.kr./m2
67.900.000 kr.
Skoða eignina Heklureitur - íbúð 302
Heklureitur - íbúð 302
105 Reykjavík
53.2 m2
Fjölbýlishús
211
1182 þ.kr./m2
62.900.000 kr.
Skoða eignina Ásholt 40
Bílastæði
Skoða eignina Ásholt 40
Ásholt 40
105 Reykjavík
63.6 m2
Fjölbýlishús
211
989 þ.kr./m2
62.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin