STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Einstaklega Glæsilega og vel skipulagða 81.3 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð við Stigahlíð 32, 105 Reykjavík. Um er að ræða einstaklega fallega eign sem mikið er búið að endurnýja á síðustu árum. Nánar tiltekið eign merkt 01-02, fastanúmer 203-1041 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. - Glæsileg 3ja herb. íbúð, fyrirmyndar sameign.
- Endurnýjað, eldhús, baðherb., rafmagn, hitav.ofnar, fataskápar, hurðar, gólfefni.
- Frábær staðsetning, stutt í alla þjónustu.
- Eign sem vert er að skoða.
*Smelltu hér til að sækja söluyfirlit*Nánari upplýsingar veita:
Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali , í síma 661 7788, tölvupóstur bo@stofnfasteignasala.is
Tinna Bergmann, Nemi í löggildingu, í síma 869-3675, netfang tinna@stofnfasteignasala.is Eignin skiptist í: Andyri, hol, eldhús, baðherbergi, borðstofa, stofa, suðursvalir, tvö svefnherbergi og sérgeymsla í kjallara. Sameiginlegt þvottahús, þurrkherbergi og hjólageymsla innan sameignar.Nánari lýsing:
Andyri er með fatahengi, parket á gólfi.
Eldhúsið er allt mjög glæsilegt og nýlega endurnýjað með eldhús tækjum, eldhúsinnrétting með borðplötu frá Rein sem þolir hita og bleytu, mikið skápapláss, parket á gólfi.
Stofa/ borðstofa er mjög bjart og opið rými með parket á gólfi. Frá borðstofu er útgengt á snyrtilegar suðursvalir.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með nýlegum fataskápum, parket á gólfi.
Svefnherbergi er bjart og rúmgott, parket á gólfi.
Baðherbergið er mjög bjart og fallegt, allt nýlega endurnýjað með stórri sturtu og hertu gleri, upphengt salerni, handklæðaofn, flísalagt á gólfi og í kringum votrými. Hér hefur verið vandað var til verka og unnið af fagaðila.
Sérgeymsla er innan sameignar í kjallara.
Þvottahús/ þurrkherbergi er sameiginlegt í kjallara.
Hjóla og vagnageymsla er innan sameignar.
Frábær staðsetning, stutt í allar stofnbrautir, göngufæri við Kringluna, skóla og alla þjónustu. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð á síðastliðnum árum.Árið 2018 var rafmagn endurnýjað í íbúð.
Árið 2019 var skipt um glugga og svalarhurð í íbúðinni með sérstaklega hljóðeinangrandi gleri sem snýr að götu.
Árið 2021 var skipt um útidyrahurð inn í íbúð.
Árið 2023 var nýr fataskápur settur í hjónaherbergi.
Árið 2023 var allt baðherbergið endurnýjað.
Árið 2024 var eldhúsið allt endurnýjað með borðblötu frá Rein sem þolir hita og bleytu, ný raftæki.
Árið 2024 var rafmagn yfirfarið og bætt við tenglum, sett ný rafmagnstafla.
Árið 2024 var sett nýtt gólfefni ( parket ) og nýjar hurðar.
Húsið hefur einnig fengið mjög gott viðhald og var gerð ástandskýrsla á húsinu árið 2019. Sameignin er öll til fyrirmyndar.Árið 2019 var ítarleg ástandsskýrsla gerð á húsinu og liggur hún ásamt lýsingu á framkvæmdum hjá fasteignasölunni. Gerðar voru múrviðgerðir, upphækkun sett á svalahandrið. Þak yfirfarið og lagfært, skipt um járni að hluta og settar nýjar rennur. Skipt um glugga og svalarhurðir þar sem eftir átti að skipta út. Þessum framkvæmdum er lokið og búið er að greiða fyrir þær.
Árið 2020 var rafmagn endurnýjað í sameign hússins.
Árið 2023 var stigagangur málaður og skipt um teppi.
Árið 2025 er verið að endurnýja dren á suðurenda blokkarinnar.
Pantið tíma fyrir skoðun, nánari upplýsingar veita:
Benedikt Ólafsson, Löggiltur fasteignasali, félagi í Félagi Fasteignasala, í síma 661-7788, netfang bo@stofnfasteignasala.is
Tinna Bergmann, Nemi í löggildingu, í síma 869-3675, netfang tinna@stofnfasteignasala.is Ert þú að fara selja og vantar þig trausta og metnaðarfulla fasteignasala með reynslu og með þinn hag í fyrirrúmi? Ef svo er þá er okkar heiðurinn að vera fasteignasalinn þinn eða þinna! Okkur vantar allar tegundir fasteigna á skrá vegna aukinnar sölu!
"Við höfum Heilindi - Dugnaður - Árangur að leiðarljósi".Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.