Við kynnum bjarta, vel skipulagða og mikið endurnýjaða efri sérhæð í góðu tvíbýlishúsi, auk stúdíóíbúðar í bílskúr.
Lýsing eignar:
Forstofa: Á 1. hæð, flísalögð og með fatahengi. Gengið er um fallegan, bjartan og breiðan flísalagðan stiga upp á efri hæð. (Stigahús er ekki inni í fermetratölu eignarinnar).
Stigapallur: Flísalagður og rennihurð þaðan í hol.
Hol: Flísalagt og með fataherbergi innaf með mjög rúmgóðum fataskápum.
Eldhús og borðstofa: Opið og bjart rými, flísalagt eldhús með vönduðum gráum Alno innréttingum, granít á borðum og nýjum eldhústækjum. Rýmið tengist beint borðstofu og skapar góða heild.
Stofa: Ný teppalögð og björt með útgengi á rúmgóðar og skjólsælar suðursvalir. Ný stór rennihurð á svalir og sterkt AW Sedna Varuna teppi á gólfum úr endurunnum fiskinetum frá versluninni Parket og gólf.
Herbergi: Innaf stofu, flísalagt. Nýtt sem sjónvarpsherbergi í dag.
Svefngangur: Parketlagður og breiður.
Þvottaherbergi: Með glugga, flísalagt í gólf og með góðum innréttingum, þvottavél í vinnuhæð. Mikið og gott geymslu pláss í skúffum á skápum.
Baðherbergi: Með glugga, rúmgott og nýlega endurnýjað. Innréttingar, vegghengt wc og ný walk-in sturta með glerþili. Gólf flotað og lakkað.
Barnaherbergi I: Parketlagt og rúmgott með ALNO fataskápum með rennihurðum.
Barnaherbergi II: Parketlagt og rúmgott með fataskápum án hurða.
Hjónaherbergi: Rúmgott, parketlagt og með rúmgóðum ALNO fataskápum með rennihurðum.
Stúdíóíbúð í bílskúr:
Í bílskúrnum er fullbúið íbúðarrými með rafmagni, hita, vatni og góðri lofthæð. Eldhúskrókur. Baðherbergi með góðri sturtu. Gluggar í tvær áttir tryggja birtu. Rýmið hentar vel sem stúdíóíbúð, heimaskrifstofa eða mögulegt útleigurými og eykur nýtingu eignarinnar verulega.
Húsið að utan:
Ytra byrði hússins er í góðu ástandi. Nýlega gert upp, steypt og málað. Nýlegar þakrennur og niðurfallsrör og þak í góðu ásigkomulagi.
Lóðin:
Stór, fullfrágengin og ræktuð með tyrfðri baklóð og gróðri. Upphituð innkeyrsla með hleðslustöð. Tröppur upp að húsi nýlega múraðar.
Staðsetning:
Eignin er miðsvæðis í rólegu hverfi. Stutt er í skóla, verslanir og alla helstu þjónustu. Auk þess er íbúðin í göngufæri við Laugardalinn, Klambratún og Kringluna. Í hverfinu sjálfu er mikil uppbygging sem gerir svæðið sífellt eftirsóknarverðara.
Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er efri sérhæðin skráð 140,5 fm auk stigahúss sem er í séreign og 17,4 fm, samtals um 158,0 fm, auk stúdíóíbúðar í bílskúr, skráðrar 30,7 fm.
Finndu frekari upplýsingar um eignina á www.e-fasteignir.isDagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
14/07/2016 | 44.100.000 kr. | 56.900.000 kr. | 171.2 m2 | 332.359 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
105 | 184.5 | 148 | ||
105 | 194.9 | 154,9 | ||
105 | 184.1 | 144,9 | ||
105 | 114.4 | 139,9 | ||
105 | 112.2 | 135 |