Fasteignaleitin
Opið hús:11. nóv. kl 16:15-16:45
Skráð 6. nóv. 2025
Deila eign
Deila

Skarðshlíð 30 301

FjölbýlishúsNorðurland/Akureyri-603
111.5 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
51.900.000 kr.
Fermetraverð
465.471 kr./m2
Fasteignamat
44.250.000 kr.
Brunabótamat
61.750.000 kr.
EB
Ester Björnsdóttir
Nemi fasteigna og skipasölu
Byggt 1969
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2150381
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Talið í lagi - ekki skoðað
Raflagnir
Talið í lagi - ekki skoðað
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Talið í lagi
Þak
Talið í lagi - ekki skoðað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Já - Suður
Upphitun
Hitaveita - Ofnar
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kasa fasteignir 461-2010. 

Skarðshlíð 30 - Góð 3-4 herbergja 111,5 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi á góðum stað í Þorpinu. 
Eignin skiptis í forstofu, hol, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús, stofu og geymslu innan íbúðar. Eigninni fylgja einnig afnot af rúmgóðri geymslu í kjallara.


Svefnherbergin eru tvö í dag, en búið er að opna á milli tveggja barnaherbergja og gera úr því eitt stórt herbergi. Hurðir eru enn til staðar svo það er mögulegt að skipta herbergjunum aftur upp, ef vilji er fyrir því. Bæði svefnherbergin eru með parketi á gólfum. Úr hjónaherbergi er gengið út á steyptar svalir til suðurs. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Þar er ljós innrétting og baðkar með sturtutækjum. 
í eldhúsi er rúmgóð, ljós innrétting, parket á gólfi og flísar á milli skápa. Þar er einnig lítill borðkrókur. 
Þvottahús er inn af eldhúsi. Þar er lakkað gólf, opnanlegur gluggi og ljós innrétting með vaski.
Stofa er rúmgóð með parketi á gólfum. 
Geymsla er inn af holi og þar er parket á gólfi.

- Góð staðsetning nálægt íþróttasvæði Þórs, skóla og leikskóla. 
- Hver íbúð er með sér geymslu/skáp í anddyri hússins. 
- Eigninni fylgja afnot af 25 fm geymslu í sameign.

Nánari upplýsingar í síma 461-2010 eða kasa@kasafasteignir.is

------------

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Keilusíða 12 - 304
Keilusíða 12 - 304
603 Akureyri
100.4 m2
Fjölbýlishús
413
517 þ.kr./m2
51.900.000 kr.
Skoða eignina Hafnarstræti 23 risíbúð
Hafnarstræti 23 risíbúð
600 Akureyri
99.5 m2
Fjölbýlishús
413
501 þ.kr./m2
49.800.000 kr.
Skoða eignina Tjarnarlundur 8 íbúð 403
Tjarnarlundur 8 íbúð 403
600 Akureyri
90.9 m2
Fjölbýlishús
413
560 þ.kr./m2
50.900.000 kr.
Skoða eignina Þórunnarstræti 106C
Þórunnarstræti 106C
600 Akureyri
85.3 m2
Fjölbýlishús
122
632 þ.kr./m2
53.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin