Fallegt og íburðamikið 145fm sumar/heilsárshús í Grímsnesi í landi Búrfells 2 í Grímsnes- og Grafningshreppi.* Skipti möguleg á ódýrari eign
* Eignalóð
* Stór viðarverönd í kringum húsið
* Stutt í alla helstu þjónustu
Nánari upplýsingar veita:
Auður Ýr Jóhannsdóttir í síma 897-0900 eða á audur@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurBerjaás 8 er fullbúið 145 fm sumarhús á 6.660 fm sumarbústaðalandi. Um er að ræða timburhús byggt á staðnum á steypta gólfplötu með gólfhitalögnum. Húsið er klætt með hvítu bárujárni að utan og dökkri timburklæðningu. Gluggar eru timbur að innan en ál að utan. Loft er úr svörtu PVC efni með speglaáferð sem er ekki viðkvæmt fyrir bleytu, breytingum á hitastigi eða hreyfingum á húsinu. 
Sökklar eru sérstaklega vatnsvarðir og klæddir með precon og hydralastic einangrun sem eykur á rakavörn hússins.Gott aðgengi er að svæðinu sem er aðeins í um 80 km fjarlægð frá Reykjavík. Myndarvélakerfi og þjófavörn sem og heitur pottur fylgir.
Eignin skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi, stóra stofu, eldhús, tvö baðherbergi þar af annað inn af svefnherbergi, geymslu/þvottahús, stóran pall ásamt heitum potti.
Forstofa með parket á gólfi
Svefnherbergi I með parket á gólfi og fataskáp
Svefnherbergi II með parket á gólfi og fataskáp
Svefnherbergi III með parket á gólfi og fataskáp
Stofa með parket á gólfi, gólfsíðir gluggar og útágengt á pallinn
Eldhús er bjart með hvítri innréttingu úr Ikea og parket á gólfi
Baðherbergi I er inn af svefnherbergi I, flísar á gólfi og hluta af veggjum. Baðkar og vegghengt salerni
Baðherbergi II er með flísum á gólfi og hluta af veggjum, walk-in sturta, baðkar og vegghengt salerni. Útágengt á pallinn.
Geymsla/þvottahús/tæknirými er í vesturálmu hússins. Gengið er inn í það að utanverðu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.