Kaupstaður fasteignasala kynnir í einkasölu Sóltún 30, íbúð 501, 105 Reykjavík.
Fimm herbergja íbúð á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi. Smellið hér fyrir staðsetningu.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG TILBOÐSGERÐ Á SÖLUSÍÐU EIGNARINNAR.
Sóltún 30. Íbúð á hæð 108,3m² samkvæmt skráningu HMS.
Áætlað fasteignamat árið 2026: 84.900.000,-
Skipulag: forstofa, alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu, fjögur herbergi, og baðherbergi.
Í sameign: þvottahús á hæð, hjóla- og vagnageymsla á jarðhæð og sér geymsla í kjallara.
Nánari lýsing:
Forstofa, flísar á gólfi, frá forstofu er til vinstri gengið í herbergi I og til hægri inn á gang sem leiðir að öðrum rýmum íbúðarinnar.
Eldhús, hvít u-laga innrétting, stálvaskur, samsung ofn og spanhelluborð, lofttúða. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu.
Stofa og borðstofa í alrými ásamt eldhúsi. Útgengt út á suður svalir frá stofu hluta.
Herbergi I, inn af forstofu.
Herbergi II, tvöfaldur fataskápur.
Herbergi III, tvöfaldur fataskápur.
Herbergi IV, hjónaherbergi, fjórfaldur fataskápur.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, walk in sturta með innfelldum tækjum, vaskinnrétting, upphengt salerni, handklæðaofn og gluggi.
Gólfefni, fljótandi parket á gangi, alrými og herbergjum, flísar á forstofu og baðherbergi.
Geymsla, sér geymsla í kjallara hússins, málað gólf.
Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu:
Eign 05-01. Eignin er íbúð 05-01, 100,7m² á 5. hæð ásamt 00-19, 7,6m² geymsla í kjallara. Birt stærð séreignar er 108,3m² Hlutfall í húsi og lóð er 2,92% Hlutfall í hitakostnaði er 2,92%
Sóltún 30 er sex hæða fjölbýlishús með kjallara. Í húsinu eru 42 íbúðir. Í kjallara eru, í sameign hjóla- og sorpgeymsla, inntaksrými, ein geymsla (00-43), gangar og stigahús og í séreign eru 42 geymslur sem tilheyra íbúðunum. Á 1. hæð eru í séreign sjö íbúðir og í sameign stigahús, hjólageymsla og þvottahús. Á 2.-6. hæð eru sjö íbúðir í séreign og í sameign þvottahús, stigahús og opinn svalagangur.
Staðsetning: Vel staðsett eign þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslun og samgöngur.
Endurbætur innan íbúðar, samkvæmt seljanda:
2023 – Skápainnvolsi og framhliðum skipt út í öllum svefnherbergjum.
2018 – Íbúð parketlögð með harðparketi yfir alla íbúðina, nema forstofu og baðherbergi (fyrri eigandi)
2021 – Skipt um borðplötu, helluborð, ofn og vask í eldhúsi
2021 – Baðherbergi endurnýjað í heild sinni. Flísalagt í hólf og gólf, ný innrétting, upphengt klósett og ný sturta útbúin.
2022 – Skápur í eldhúsi endurnýjaður (utan um ísskáp)
Endurbætur í sameign, samkvæmt seljanda:
2025 – Skipt um loka á vatnslögnum í kjallara
2024 – Neysluvatnslagnir sandblásnar og fóðraðar að innan
2024 – Rafstýrðir lásar settir á útidyrahurðir
2022 – Skipt um tölvustýringu í lyftu
2019 – Skipt um gler í öllum íbúðum
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kaupstaður fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Upplýsingar sem koma fram í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1,6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 79.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða er umsýslugjald 129.900 m.vsk.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu: www.kaupstadur.is | Borgartún 29, 105 Reykjavík | Kaupstaður
Opið alla virka daga milli kl. 10:00-15:00. Svarað er í síma milli kl. 09:00-16:00.
Nánari upplýsingar í síma 4540000 eða kaupstadur@kaupstadur.is
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
23/02/2018 | 47.000.000 kr. | 49.900.000 kr. | 108.3 m2 | 460.757 kr. | Já |
01/10/2015 | 33.100.000 kr. | 36.500.000 kr. | 108.3 m2 | 337.026 kr. | Já |
02/06/2014 | 30.150.000 kr. | 31.000.000 kr. | 108.3 m2 | 286.241 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
105 | 98.6 | 88,4 | ||
105 | 112.2 | 96,9 | ||
105 | 91.4 | 93 | ||
105 | 83.7 | 89,9 | ||
105 | 105.5 | 97,4 |