Fasteignaleitin
Skráð 18. okt. 2025
Deila eign
Deila

Safamýri 36

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
94.9 m2
3 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
67.900.000 kr.
Fermetraverð
715.490 kr./m2
Fasteignamat
63.000.000 kr.
Brunabótamat
44.650.000 kr.
Mynd af Hrannar Jónsson
Hrannar Jónsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1963
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2014705
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
5
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Hitavatnslögn endurnýjuð 2021
Raflagnir
Ný tafla í sameign
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
12-14 ára, metið 2021 í lagi og málað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar, austur/vestur
Lóð
2,83
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:

Fallega þriggja til fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð í Safamýri, 108 Reyjavík.

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, baðherbergi, tvö til þrjú svefnherbergi, stofu/borðstofu og geymslu í kjallara. Tvennar svalir eru á íbúðinni, vestur- og austursvalir.


Birt stærð séreignar er 94,9 fm og þar af er geymsla í kjallara 9,5 fm.

Nánari lýsing:
Komið er inn í hol með góðum opnum fataskáp. Inn af holinu er nýtt eldhús sem var endurnýjað 2021. Innrétting, gólfefni og tæki í eldhúsi var allt sett nýtt ásamt nýrri hitavatnslögn sem sett var á sama tíma. Innréttingin er með efri og neðri skápum á gagnstæðum veggjum ásamt borðkrók. Pláss er fyrir einfaldan ísskáp og tengi fyrir uppþvottavél. Á gangi fyrir framan baðherbergi og svefnherbergi er stór fataskápur. Baðherbergið er rúmgott, u.þ.b. 15 ár frá síðustu endurnýjun, flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtu, upphengt klósett og vaskur með góðri skápaeiningu. Svefnherbergin eru upprunalega tvö, bæði með nýlegum fataskápum, en í stofu er búið að stúka af þriðja svefnherbergið. Hægt að breyta til baka og stækka stofuna aftur. Gengið úr öðru herberginu út á góðar austursvalir.
Stofan er björt og er gengið úr henni á vestursvalir. Góð geymsla er í kjallara (9,5fm), sameiginlegt þvottahús og hjóla-/vagnageymsla.

Íbúðin er einstaklega vel staðsett, miðsvæðis, stutt í alla þjónustu, skóla, leikskóla og stutt inn á stofnæðar borgarinnar.

Helstu ástandsupplýsingar frá seljanda:
  • Gluggar og gler - Búið að skipta um allt gler og yfirfara timbur glugga á sameign á síðustu árum. Gluggar í íbúð var endurnýjað í stofu, baðherbergi og í eldhúsi er búið að endurnýja. Opnanlega fagið í eldhúsi gamalt og voru aðrir gluggar metnir í lagi 2020/2021.
  • Hurðir - nýleg brunahurð á íbúð fram á gang, aðrar í íbúð upprunalegar.
  • Gólfefni - Eru nýleg á eldhúsi og einu svefnherbergi en annað eldra.
  • Innréttingar - Nýlegir fataskápar í tveimur svefnherbergjum, í eldhúsi er nýleg innrétting og annað eldra.
  • Baðherbergi - u.þ.b. 15 ár frá síðustu endurnýjun.
  • Vatnslagnir - hitavatnslögn inn í íbúð var endurnýjuð 2021. Ofnar hafa verið endurnýjaðir og eru utanáliggjandi lagnir innan íbúðar.
  • Þak - Er um 13-15 ára gamalt, 2021 metið í góðu standi og málað.
  • Ytra birði húss - sprungufyllt, málað, gluggar yfirfarnir, sumir endurnýjaðir og allt málað 2021.
Nánari upplýsingar veitir:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali.
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sogavegur 81
3D Sýn
Bílastæði
Skoða eignina Sogavegur 81
Sogavegur 81
108 Reykjavík
78.5 m2
Fjölbýlishús
11
880 þ.kr./m2
69.050.000 kr.
Skoða eignina Háaleitisbraut 39
Háaleitisbraut 39
108 Reykjavík
100.2 m2
Fjölbýlishús
412
698 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Háaleitisbraut 153
Háaleitisbraut 153.jpg
Háaleitisbraut 153
108 Reykjavík
106.8 m2
Fjölbýlishús
513
632 þ.kr./m2
67.500.000 kr.
Skoða eignina Fellsmúli 22
Skoða eignina Fellsmúli 22
Fellsmúli 22
108 Reykjavík
105.4 m2
Fjölbýlishús
413
663 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin