Miklaborg kynnir: Fallega 2ja herbergja 71,6 fm íbúð á 1. hæð með sérmerktu stæði í lokuðum bílakjallara í nýlegu húsi á Ölgerðarreit í miðbæ Reykjavíkur. Húsið var byggt árið 2005 og eru 14 íbúðir í húsinu. Gott húsfélag er í húsinu.
Nánari lýsing:
Forstofa: er með fataskáp. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: er rúmgott með fataskáp og glugga sem snýr út í rólegan bakgarð. Parket á gólfi.
Stofan: er björt með gluggum í suður út á Njálsgötu. Parket á gólfi.
Eldhús: er með viðarlitaðri innréttingu og er opið að hluta inní stofu. Eldhúsið er með glugga út í bakgarð. Parket á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt með sturtu og upphengdu klósetti.
Sérgeymsla er í kjallara er 7,2 fm og auk þess sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Sameiginlegt þvottahús er á 1 hæð á sömu hæð og íbúðin.
Garður: sameiginlegur snyrtilegur garður fyrir öll húsin á Ölgerðarreitnum er í portinu.
Sérmerkt bílastæði í lokuðum bílakjallara fylgir íbúðinni.
Hér er gott tækifæri á að eignast flotta eign í glæsilegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Verkefnið á Ölgerðarreit, Njálsgötu 19 var tilnefnt til íslensku byggingarlistaverðlaunanna 2007, þar stendur:
„Hverfið næst gömlu Ölgerðarlóðinni á mörkum Frakkastígs og Njálsgötu í Reykjavík einkennist af ósamstæðum og marglitum húsum af öllum gerðum. Hin nýja íbúðaþyrping á reitnum tekur upp þráðinn í góðri sátt við nágranna sína með fjölbreytilegum húshlutum í svipuðum kvarða, sem raðast um húsagarð þar sem einnig er ekið inn í bílastæði í kjallara. Mjög er vandað til innra fyrirkomulags íbúða og ólík tengsl þeirra við staðinn og borgina eru nýtt á margvíslegan hátt, en yfirbragð þyrpingarinnar er stillt og efnisval yfirvegað.“
Nánari upplýsingar veitir:
Stefán Jóhann Stefánsson löggiltur fasteignasali í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
28/07/2016 | 31.350.000 kr. | 34.900.000 kr. | 71.6 m2 | 487.430 kr. | Já |
03/09/2015 | 28.700.000 kr. | 31.650.000 kr. | 71.6 m2 | 442.039 kr. | Já |
28/03/2007 | 19.040.000 kr. | 160.000.000 kr. | 443.6 m2 | 360.685 kr. | Nei |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
101 | 53.5 | 65,5 | ||
101 | 63.2 | 64,9 | ||
101 | 65.5 | 64,9 | ||
101 | 57.1 | 69,8 | ||
101 | 67.7 | 64,9 |