Fasteignaleitin
Skráð 12. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Fagribær 19

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Árbær-110
154.1 m2
6 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
155.000.000 kr.
Fermetraverð
1.005.840 kr./m2
Fasteignamat
108.300.000 kr.
Brunabótamat
79.670.000 kr.
IF
Irpa Fönn Hlynsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1967
Garður
Fasteignanúmer
2045474
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Ekki vitað
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Ekki vitað
Þak
Ekki vitað
Svalir
Nei
Byggingarstig
B4 - Fullgerð bygging
Matsstig
U - Leyfi útrunnið

Vinsamlegast bókið tíma í skoðun á opnu húsi. kaupstadur@kaupstadur.is / 454-0000. Eignin verður einungis sýnd á opnu húsi.

Kaupstaður fasteignasala kynnir í einkasölu Fagrabæ 19, 110 Reykjavík.

Sex herbergja einbýlishús á einni hæð á eftirsóttum stað í Árbænum innst við botnlanga á rólegum stað við Elliðaárdal. Smellið hér fyrir staðsetningu.

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG TILBOÐSGERÐ Á SÖLUSÍÐU EIGNARINNAR.

Fagribær 19. Íbúð 145m² og geymsla 9,1m², samtals 154,1m² samkvæmt skráningu HMS.

Skipulag: anddyri, skáli/hol, stofa, borðstofa, eldhús, fjögur herbergi, gangur, baðherbergi, gestasalerni og þvottahús. Geymsla.

Nánari lýsing:

Anddyri, flísar á gólfi.

Skáli/hol er innan við anddyri, parket á gólfi, fataskápar, þaðan er innangengt í stofu, vinnuherbergi og á gang að öðrum rýmum hússins.

Gestasalerni, flísar á gólfi, handlaug, gluggi.

Herbergi I - Vinnuherbergi, sérsmíðaðar fastar innréttingar, skápar og hillur ásamt rúmi, parket á gólfi. Innangengt er á milli stofu og vinnuherbergis, rennihurð þar á milli. Útgengt er úr vinnuherbergi út í bakgarð á hellulagða verönd til vesturs, þar við útgang er arinn,

Stofa, síðir gluggar og arinn (virkur), parket á gólfi, innangengt er í eldhús/borðstofu frá stofu og rennihurð þar á milli.

Eldhús, upprunaleg innrétting, helluborð, ofn og vifta, gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu, parket á gólfi, lúga er frá eldhúsi að borðstofu, rennihurð er á milli eldhúss og borðstofu.

Borðstofa, parket á gólfi, borðstofa er opin við gang, innangengt er þaðan í þrjú herbergi, úgengt út á timburverönd til suðurs með útsýni yfir Elliðaárdal.

Herbergi II - Hjónaherbergi, fataskápur, skápur upp við loft, parket á gólfi.

Herbergi III, þrefaldur fataskápur, parket á gólfi.

Herbergi IV, þrefaldur fataskápur, parket á gólfi.

Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, hiti í gólfi, upphengt salerni, sturtuklefi, vaskinnrétting og speglaskápur, gluggar.

Þvottahús, málað gólf, innrétting með stálvask í borði, pláss fyrir eina vél undir borði, útgengt er úr þvottahúsi út á hellulagða verönd, snúrur. Í þvottahúsi er hitakompa/inntaksrými. Lúga er í þvottahúsi upp á loft, fellistigi.

Geymsla er stakstæð framan við húsið, í framhaldi af geymslu er steypt bílskýli fyrir einn bíl framan við húsið, málað gólf, hiti og rafmagn.

Húsið er að mestu leyti upprunalegt, húsið er upphitað með lofthitakerfi, hitastýring fyrir kerfið er á vegg í hitakompu. Rafmagnstafla var endurnýjuð fyrir u.þ.b. 1-2 árum, Ticino rofar og tenglar.

Fagribær 19 staðsteypt hús á einni hæð með bílskýli. Húsið er byggt árið 1967, járn er á þaki, timburgluggar og hurðar. Geymsla og bílskýli með þakpappa, í bílskýli er hleðslustöð frá Öskju sem fylgir.

Garðurinn við húsið er gróin og frágenginn, mikið um trjágróður, matjurtargarður, lóðin er 825 m² leigulóð í eigu Reykjavíkurborgar.

Hellulagt bílastæði er í bílskýli, hellulagður stígur liggur að anddyri og geymslu, hellulagður stígur er hringinn í kringum húsið. Hiti er í stétt frá bílastæði að aðalinngangi og inngangi þvottahúss. Timburverönd er aftan við húsið til suðurs, hellulögð verönd er fyrir utan vinnuherbergi/stofu þar er arinn og hitalampar undir þakskyggni.

Húsið er hannað af Stefáni Jónssyni arkitekt og byggt á hugmyndum Manfreðs Vihjálmssonar arkitekt. Garðurinn er hannaður af Reyni Vilhjálmssyni, landslagsarkitekt sem hlaut meðal annars heiðursverðlaun hönnunarverðlauna íslands árið 2022.

Athygli er vakin á því að seljandi hefur ekki búið í eigninni og þekkir því ekki ástand hennar að öðru leyti en fram kemur i söluyfirliti.

Seljandi getur ekki veitt frekari upplýsingar um ástand hennar, en hægt er að kynna sér við almenna skoðun og samkvæmt söluyfirliti.

Eignin selst því ástandi sem hún er í og mun seljandi ekki gera neinar endurbætur fyrir sölu/afhendingu.

Því er skorað á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Seljandi mælir sérstaklega með því að eignin sé skoðuð með fagmönnum.

Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kaupstaður fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Upplýsingar sem koma fram í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1,6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 79.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða er umsýslugjald 129.900 m.vsk.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu: www.kaupstadur.is | Borgartún 29, 105 Reykjavík | Kaupstaður

Opið alla virka daga milli kl. 10:00-15:00. Svarað er í síma milli kl. 09:00-16:00.

Nánari upplýsingar í síma 4540000 eða kaupstadur@kaupstadur.is

Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Þverás 39
Bílskúr
Opið hús:20. ágúst kl 17:30-18:00
Skoða eignina Þverás 39
Þverás 39
110 Reykjavík
195.3 m2
Raðhús
724
740 þ.kr./m2
144.500.000 kr.
Skoða eignina Þingvað 43
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Þingvað 43
Þingvað 43
110 Reykjavík
203.7 m2
Raðhús
625
814 þ.kr./m2
165.900.000 kr.
Skoða eignina Elliðabraut 4
Bílskúr
Bílastæði
Skoða eignina Elliðabraut 4
Elliðabraut 4
110 Reykjavík
199.2 m2
Fjölbýlishús
324
838 þ.kr./m2
167.000.000 kr.
Skoða eignina Gerðarbrunnur 17
Bílskúr
Opið hús:19. ágúst kl 16:30-17:30
Gerðarbrunnur 17
113 Reykjavík
212 m2
Parhús
634
794 þ.kr./m2
168.400.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin