RE/MAX og Sigrún Matthea lgf., kynna: Fallegt rúmgott fjölskylduhús í Kópavogi Hlíðarvegur 61, sem stendur á 1590m2 hornlóð. Mikið og óskert útsýni er frá húsinu til suðurs. Eignin skiptist í forstofu, opið rými, borðstofa, stofa, eldhús og sólstofa, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottaherbergi (í dag nýtt sem geymsla) og stór bílskúr, á lóð er vinnuskúr, dúkkukofi og heitur pottur.
Stutt er í alla helstu þjónustu, einnig eru fallegar göngu- og hjólaleiðir í næsta nágrenni.
Samkvæmt skrá HMS er eign skráð
hús 164,9m2 bílskúr 47,5m2 samtals stærð
212,4m2Viltu fá söluyfirlit sent strax þá smelltu hér Viltu sjá eignina í 3D opna hér það þarf ekki sérstakt forrit í tölvuna.
Eign sem vert er að skoða, nánari upplýsingar veitir Sigrúnu Matthea s:
695-3502 eða á netf:
sms@remax.isNánari lýsing: Forstofa: Nýjar flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Gegnheil niðurlímd Eik á gólfum nýpússað og lakkað.
Eldhús: Viðarinnrétting, gott skápa og vinnupláss, gaseldavél (kútur er úti) og háfur, nýjar flísar á gólfi.
Sólskáli: Bjart rými, nýjar flísar á gólfi, hægt að ganga út á verönd úr sólskála.
Svefnherbergi I: Nýtt niðurlímt Eikarparket á gólfi.
Svefnherbergi II: Fataskápar nýtt niðurlímt Eikarparket á gólfi.
Svefnherbergi III: Fataskápar, nýtt niðurlímt Eikarparket á gólfi.
Baðherbergi I: Innrétting, vegghengt salerni, handklæðaofn, sturtuklefi, nýjar flísar á gólfi, flísar á veggjum, hægt að ganga út á veröld úr baðherbergi.
Þvottaherbergi: Þetta rými hefur verið nýtt sem geymsla, þar eru lagnir fyrir heitt og kalt vatn, hægt að ganga út á verönd bakvið hús, og einnig innangengt í bílskúr.
Inn af eldhúsi er gangur og stigi upp á efri hæð.
Efri hæð: Opið rými: Hefur verið nýtt sem sjónvarpsrými.
Svefnherbergi IV: Rúmgott svefnherbergi, gott skápapláss, geymsla inn undir súð, viðarparket á gólfi.
Baðherbergi II: Góð innrétting baðkar m/ sturtuaðstöðu, handklæðaofn, salerni, gólfdúkur á gólfi, aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara,
Bílskúr: Stór og rúmgóður upphitaður bílskúr, heitt og kalt vatn, rafdrifin bílskúrshurð.
Innkeyrsla að húsi er hellulögð, og hitalögn undir hellum.
Verönd er bæði fyrir framan hús snýr í suður og bakvið hús sem nær síðdegis og kvöldsól. Heitur pottur er á verönd bakvið hús,
vinnuskúr / garðskúr og
dúkkukofi fyrir krakkana er á lóðinni.
Fallegt hús sem stendur á mjög stórri hornlóð, eign sem vert er að skoða, eign með mikla möguleika.Endurbætur að sögn eigenda:
Rafmagn endurnýjað.
Frárennslis lagnir fóðrar og drenlagnir endurnýjaðar.
Sólskáli byggður, eldhús stækkað og endurnýjað.
Baðherbergi á neðri hæð endurnýjað.
Árið 1989 var húsið hækkað og þá var efra þakið endurnýjað.
Parket gegnheil niðurlímd Eik á stofu og gangi pússað og lakkað maí 2025
Nýtt gegnheilt Eikarparket lagt á svefnherbergi I, II og III, í júní 2025
Nýjar gólfflísar á eldhúsi, sólstofu, baðherbergi og forstofu júní 2025
Lagnir í eldhúsgólfi og í baðherbergi á neðri hæð endurnýjað í maí 2025 Upplýsingar um eigina veitir Sigrún Matthea lgf. í síma
695-3502 eða á netfang
sms@remax.isErt þú í söluhugleiðingum / fasteignahugleiðingum ? og ekki búinn að fá verðmat á eignina þína verðmat er án kostnaðar og skuldbindingar fyrir þig, velkomið að vera í sambandi við mig netf.
sms@remax.is eða sími
695-3502 Viltu panta verðmat á þína eign smelltu hér Í lögum um fasteignakaup lög nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m/vsk.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Matthea í síma 695-3502 , sms@remax.is