Fasteignaleitin
Skráð 26. apríl 2024
Deila eign
Deila

Laugateigur 46

HæðHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
131.4 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
109.900.000 kr.
Fermetraverð
836.377 kr./m2
Fasteignamat
87.100.000 kr.
Brunabótamat
55.400.000 kr.
Mynd af Brynjar Ingólfsson
Brynjar Ingólfsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1946
Þvottahús
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
20194321
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Uppgert að hluta
Raflagnir
Óvitað
Frárennslislagnir
Óvitað
Gluggar / Gler
Misjafnt
Þak
Nýmálað
Svalir
Já tvær
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Verið er að breyta eignaskiptayfirlýsingu eignarinnar (seljandi sér um það). Íbúðin mun eignast í séreign tvær aðrar geymslur í kjallara (1,3 m² go 1,8 m²) og á móti mun sameiginlegt þvottahús og gangur verða séreign íbúðar í kjallara. Efri hæðin verður því skráð sem 134,5 m². ATH ef einhverra hluta vegna breytingar verða ekki samþykktar af yfirvöldum, þá mun eignina vera áfram skráð eins og nýi eignaskiptasamningurinn segir til um (skjal 441-E-000227/2024).
Gallar
Parket í hjónaherbergi illa farið undir rúminu. Vatnsþrýstingur á köldu vatni á baðherbergjum mið- og rishæðar er lítill. Takkar á helluborði standa stundum á sér. Kominn tími á eitthvað gler. Seljendur urðu varir við asbest í lofti í barnaherbergi sem snýr í suður á rishæð.
RE/MAX / Brynjar Ingólfsson kynnir: Mikið uppgerð hæð og ris í húsi sem er milli Sigtúns og Laugateigs. Útgengt er frá íbúð út á suðursvalir og frá þeim niður í gróðursælan og skjólgóðan garð.

- Gólfflötur rishæðar er um 28 m² stærri en uppgefnu fermetrarnir
- Efri hæð endurskipulögð 2020
- Baðherbergi á efri hæð 2020
- Svölum bætt við efri hæð 2020
- Nýtt eikarparket á efri hæðina 2020
- Nýjar innihurðir á miðhæð og ris 2020
- Stigi teppalagður 2020
- Parket á miðhæð slípað 2022
- Sagað fyrir nýjum glugga í borðstofu 2022
- Þak sprautumálað 2023 (eftir að klára penslun og þrífa málningu af gleri, verður klárað fyrir afhendingu). 

Eignin er skráð hjá HMS sem 131,4 m², 6 herbergja íbúð í 2ja íbúða húsi með sérinngangi á þessum vinsæla stað á Teigunum. Frábær staðsetning.


SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D HÉR

Nánari lýsing eignar:
Miðhæð:
Forstofa er með flísalagt gólf og innbyggðum skóskáp. Inn af forstofu er rúmgóður fataskápur.
Stofan er björt og rúmgóð. Stigi upp í ris er frá stofunni. Parket á gólfi.
Borðstofan er með parket á gólfi og er rennihurð á milli borðstofu og stofu. Útsýni yfir á Ásmundarsafn úr borðstofu.
Gengið úr borðstofu út á góðar svalir til suðurs og þaðan í fallegan gróðursælan garð. 
Eldhús er með fallegri hvítri innréttingu. Innréttingin er með góðu skápaplássi og fínu vinnurými. Vönduð Miele tæki, Span helluborð og ofn í vinnuhæð, háfur er frá De Dietrich. Parket á gólfi.  
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Sturta, upphengt salerni og gluggi fyrir loftun.
Herbergi 1 er bjart með innskoti sem hægt er að breyta í skáp og parketi á gólfi. 

Efri hæð: 
Stigi nýlega teppalagður með teppi frá Parket og gólf. Falleg led lýsing á þaksperrum og við gólfið sem gefur hlýlega lýsingu.
Herbergi 2 er bjart og rúmgott, fallegur kvistgluggi, rúmgóður fataskápur, parket á gólfi.
Herbergi 3 er bjart með fallegum kvistglugga, parket á gólfi.
Herbergi 4 - Hjónaherbergið er bjart og rúmgott með velux glugga og rúmgóðum fataskáp. Led lýsing á sperrum. Parket á gólfi. 
Nýjar svalir voru settar á eignin 2019 sem snúa í vesturátt með fallegu útsýni yfir hverfið og til Esjunnar.  
Baðherbergið er innaf hjónaherberginu. Fallegar flísar á gólfi og veggjum. Baðkar, upphengt klósett, innrétting og fallegur kvistgluggi. Led lýsing niðri við gólfið sem gefur notalega stemningu. Tengi fyrir þvottavél.

Kjallari:
Innangengt frá forstofu er niður í kjallara. Þar er sameiginlegt þvottahús.
Sérgeymsla 4,2 m² er í kjallara.

Að sögn fyrri eigenda hafa eftirfarandi framkvæmdir verið gerðar á undanförnum árum: Drenað var í kringum hús og settur brunnur og dæla árið 2000. Sama ár var skipt um lagnir frá húsi og út í götu. Á árunum 2005 - 2007 var skipt um heita og kaldavatnslagnir frá geymslu í kjallara og upp í eldhús. Í baðherbergi á fyrstu hæð einnig var skipt um lagnir upp fyrir efri plötu við baðherbergi á annari hæð. Rafmagnstafla hefur verið endurnýjuð ásamt rafmagni á 1 hæð. Eldhús hefur verið endurnýjað ásamt baðherbergi. Plankaparket er á gólfi á neðri hæð. Gluggar hafa verið endurnýjaðir að hluta.

Stutt er í leikskóla, grunnskóla og matvöruverslanir.  Íþróttasvæði Þróttar og Fimleikafélagið Ármann eru í næsta nágrenni. Einnig er örstutt í Laugardalslaug sem og Laugardalinn með allri sinni afþreyingu og fallega umhverfi.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:
Brynjar Ingólfsson MSc, löggiltur fasteignasali í síma 666 8 999 / brynjar@remax.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Borgartún 24 217
Bílastæði
Opið hús:12. maí kl 13:00-13:30
Borgartún 24 217
105 Reykjavík
111.5 m2
Fjölbýlishús
312
986 þ.kr./m2
109.900.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24 212
Bílastæði
Opið hús:12. maí kl 13:00-13:30
Borgartún 24 212
105 Reykjavík
117.5 m2
Fjölbýlishús
413
935 þ.kr./m2
109.900.000 kr.
Skoða eignina Mánatún 1
Bílastæði
Opið hús:15. maí kl 17:15-17:45
Skoða eignina Mánatún 1
Mánatún 1
105 Reykjavík
116.8 m2
Fjölbýlishús
312
872 þ.kr./m2
101.900.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24 313
Bílastæði
Opið hús:12. maí kl 13:00-13:30
Borgartún 24 313
105 Reykjavík
116.5 m2
Fjölbýlishús
413
986 þ.kr./m2
114.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache