Stefnir í hækkun stýrivaxta

Búist er við 0,75% hækkun

08 febrúar 2022
Mynd af Ragnar Kormáksson
Ragnar Kormáksson
Fasteignaleitin

Verðbólguhorfur

Verðbólga hefur hækkað hratt undanfarna mánuði og töluvert umfram spár. Verðbólga á ársgrundvelli er nú 5,7% en flestir greiningaraðilar virðast almennt sammála um að verðbólgan komi til með að lækka þegar líða tekur á árið. Greiningardeild Íslandsbanka spáir 5,3% verðbólgu í apríl á þessu ári en að hún verði komin niður í 3,2% í árslok.[1] Ástæður sem gefnar eru fyrir lækkuninni eru styrking krónunnar, að jafnvægi náist á íbúðamarkaði og að framleiðsla & flutningar færast í eðlilegt horf.
Í töfluni að neðan má sjá samantekt á nýlegum og eldri spám sem hafa verið gefnar út. Eflaust verða þessar spár endurmetnar í ljósi þess að verðbólga er komin langt umfram væntingar.
Verðbólguspá (meðaltal árs)
GreinandiÚtgáfudagur greiningar202220232024
ÍslandsbankiJanúar 20224,3%2,5%2,7%
Seðlabanki ÍslandsNóvember 20213,5%2,9%2,9%
LandsbankinnOktóber 20213,5%2,7%2,6%
Arion BankiMars 20212,4%2,4%-
Verðbólguspá Seðlabankans frá því í nóvember 2021 gerði ráð fyrir því að verðbólga væri um 4,42% á ársgrundvelli á fyrsta fjórðungi ársins 2022. Raunin er sú að hún er komin í 5,7% og ólíklegt verður að teljast að hún komi til með að lækka mikið á fyrsta fjórðungi ársins.
Á morgun þann 9.febrúar verður tilkynnt um niðurstöður fundar Peningastefnunefndar, sem tekur ákvörðun um stýrivexti. Í ljósi þess að langt er í næsta fund Peningastefnunefndar, sem haldinn er í maí 2022, gera flestir aðilar á markaði ráð fyrir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti nokkuð skarpt.

Stýrivaxtahækkun í vændum

Spár greinenda gera ráð fyrir 0,75% stýrivaxtahækkun á morgun, þann 9.febrúar, þegar niðurstaða Peningastefnunefndar liggur fyrir, þó sumir telja að hækkunin geti orðið allt 1,0%[1]. Líklegt þykir að vextir hækki á bilinu 0,5%-1,0%.
Stýrivaxtaspá 9.febrúar
GreinandiStýrivextir núHækkunStýrivextir eftir
Greiningadeild Íslandsbanka2%+0,75%2,75%
Hagdeild Landsbankans2%+0,75%2,75%
Enn fremur spá greinendur því að stýrivextir komi til með að halda áfram að hækka allt til ársins 2024. Gangi sú hækkun eftir gætu lántakendur með breytilega óverðtryggað vexti viljað festa þá til þess að komast hjá hærri vaxtakostnaði.
Stýrivaxtaspá
Greinandi202220232024
Greiningadeild Íslandsbanka3,25%3,50%4,0%
Hagdeild Landsbankans3,50%4,25%3,5%

Áhrif á lán

Þegar stýrivextir hækka þá hækka vextir íbúðalána iðulega í kjölfarið. Árið 2021 var meðal vaxtaálag Landsbankans um 2,35% á óverðtryggða breytilega vexti. Því þykir líklegt að ef stýrivextir hækki í 2,75% að þá muni óverðtryggðir breytilegir vextir (grunnlán) hækka úr 4,2% í um 4,95% - 5,10%.
Í töflunni hér að neðan má sjá hvaða áhrif hækkun vaxta úr 4,2% í 5% hefði á mánaðarlegur greiðslur út frá lánsupphæð.
Forsendur gera ráð fyrir 40 ára jafngreiðsluláni með 5% óverðtryggðum vöxtum. Sé fólk með jafnar afborganir má búast við frekari hækkun á greiðslubyrði.
Heimildir:

Vinsælar eignir

Skoða eignina Smáratún
Skoða eignina Smáratún
Smáratún
851 Hella
212.8 m2
Einbýlishús
7
89 þ.kr./m2
18.900.000 kr.
Skoða eignina Austurströnd 8
 28. júní kl 17:00-17:30
Skoða eignina Austurströnd 8
Austurströnd 8
170 Seltjarnarnes
68.2 m2
Fjölbýlishús
22
922 þ.kr./m2
62.900.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Dona Pepa
Bílskúr
SPÁNAREIGNIR - Dona Pepa
Spánn - Costa Blanca
Raðhús
433
63.000.000 kr.
Skoða eignina Heiðargerði 5
Bílskúr
Skoða eignina Heiðargerði 5
Heiðargerði 5
300 Akranes
275.6 m2
Einbýlishús
1138
348 þ.kr./m2
95.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache